Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti BF Viðreisnar í Kópavogi.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi.

Árið 2015 var tekin ákvörðun um að Kópavogsbær gerðist heilsueflandi samfélag. Til að raungera þau markmið var lýðheilsustefna unnin í samráði við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins. Áherslurnar í henni tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um hreyfingu og andlega líðan sem er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur öll. Fjölmörg verkefni eru í gangi til að ná þessum markmiðum, þ.m.t. að koma á heilsueflingarstarfi eldri borgara þar sem líkamleg, andleg og félagsleg virkni er höfði í öndvegi. 

Þegar komið er á efri ár er eðlilegt að smám saman dragi úr líkamlegri getu. Það er hins vegar ljóst að regluleg hreyfing hægir á einkennum og áhrifum öldrunar og lengir þann tíma sem fólk getur verið sjálfbjarga í daglegu lífi og það hefur verið miðað við að skapa aðstæður fyrir eldri borgara til að stunda hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Sundleikfimi í sundlaugum, jóga, boccia og línudans eru allt dæmi um það. Nú hefur einnig verið tekin í notkun kerfi sem ber heitið DigiRehab. Um er að ræða einstaklingsmiðað æfingakerfi þar sem starfsmaður heimaþjónustu kemur á heimilið í upphafi tólf vikna tímabils og framkvæmir greiningu á líkamlegri getu og færni í daglegu lífi. Út frá því upphafsmati er sett upp sérsniðið æfingakerfi. Tvisvar í viku mætir sami starfsmaðurinn heim til notanda og aðstoðar hann við að framkvæma æfingar sem birtast á spjaldtölvum. Eftir sex vikur er gert endurmat og æfingaplanið uppfært. Hópþjálfun með þjálfara fyrir eldri borgara á starfsstöðvum hjá Breiðabliki, HK og Gerplu er einnig í startholunum. Notaðar verða mismunandi leiðir til þess að þjálfa styrk, liðleika, þol og úthald og sérfræðingar sjá bæði um þjálfun og mælingar á árangri. Með umhyggju sem eitt af gildum bæjarins og skýrri stefnu er lögð áhersla á að byggja upp og viðhalda góðri lýðheilsu meðal eldri borgara og auka þannig lífsgæði og jafnræði meðal borgara í Kópavogi. Ég óska eldri Kópavogsbúum gleðilegrar hreyfingar til að auka mátt þeirra og vellíðan.  

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar