Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi.

Árið 2015 var tekin ákvörðun um að Kópavogsbær gerðist heilsueflandi samfélag. Til að raungera þau markmið var lýðheilsustefna unnin í samráði við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins. Áherslurnar í henni tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um hreyfingu og andlega líðan sem er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur öll. Fjölmörg verkefni eru í gangi til að ná þessum markmiðum, þ.m.t. að koma á heilsueflingarstarfi eldri borgara þar sem líkamleg, andleg og félagsleg virkni er höfði í öndvegi. 

Þegar komið er á efri ár er eðlilegt að smám saman dragi úr líkamlegri getu. Það er hins vegar ljóst að regluleg hreyfing hægir á einkennum og áhrifum öldrunar og lengir þann tíma sem fólk getur verið sjálfbjarga í daglegu lífi og það hefur verið miðað við að skapa aðstæður fyrir eldri borgara til að stunda hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Sundleikfimi í sundlaugum, jóga, boccia og línudans eru allt dæmi um það. Nú hefur einnig verið tekin í notkun kerfi sem ber heitið DigiRehab. Um er að ræða einstaklingsmiðað æfingakerfi þar sem starfsmaður heimaþjónustu kemur á heimilið í upphafi tólf vikna tímabils og framkvæmir greiningu á líkamlegri getu og færni í daglegu lífi. Út frá því upphafsmati er sett upp sérsniðið æfingakerfi. Tvisvar í viku mætir sami starfsmaðurinn heim til notanda og aðstoðar hann við að framkvæma æfingar sem birtast á spjaldtölvum. Eftir sex vikur er gert endurmat og æfingaplanið uppfært. Hópþjálfun með þjálfara fyrir eldri borgara á starfsstöðvum hjá Breiðabliki, HK og Gerplu er einnig í startholunum. Notaðar verða mismunandi leiðir til þess að þjálfa styrk, liðleika, þol og úthald og sérfræðingar sjá bæði um þjálfun og mælingar á árangri. Með umhyggju sem eitt af gildum bæjarins og skýrri stefnu er lögð áhersla á að byggja upp og viðhalda góðri lýðheilsu meðal eldri borgara og auka þannig lífsgæði og jafnræði meðal borgara í Kópavogi. Ég óska eldri Kópavogsbúum gleðilegrar hreyfingar til að auka mátt þeirra og vellíðan.  

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn