SAMKÓP, samtök foreldrafélaga í grunnskólum Kópavogs, stendur fyrir samtali milli foreldra í Kópavogi og fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem buðu fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki er boðið af SAMKÓP til að upplýsa foreldra um hvernig staðið hefur verið að málaflokknum á liðnu kjörtímabili og hvernig verður staðið að málaflokknum á komandi kjörtímabili. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 23.nóvember næstkomandi í Kópavogsskóla kl 10:00 – 12:00.
Öllum þeim sem hafa áhuga á grunnskólamálum í Kópavogi er boðið að mæta og taka þátt í fundinum. Hægt er að koma á framfæri spurningum fyrir fulltrúa stjórnmálaflokkanna í gegnum Facebook síðu Samkóp eða með því að senda tölvupóst á:
samkop.samkop@gmail.com
Nánari upplýsingar á facebook síðu Samkóp.