Verða menntamál í forgangi í næstu kosningum?

samkop logo

SAMKÓP, samtök foreldrafélaga í grunnskólum Kópavogs, stendur fyrir samtali milli foreldra í Kópavogi og fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem buðu fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki er boðið af SAMKÓP til að upplýsa foreldra um hvernig staðið  hefur verið að málaflokknum á liðnu kjörtímabili og hvernig verður staðið að málaflokknum á komandi  kjörtímabili. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 23.nóvember næstkomandi í Kópavogsskóla kl 10:00 – 12:00.

Öllum þeim sem hafa áhuga á grunnskólamálum í Kópavogi er boðið að mæta og taka þátt í fundinum. Hægt er að koma á framfæri spurningum fyrir fulltrúa stjórnmálaflokkanna í gegnum Facebook síðu Samkóp eða með því að senda tölvupóst á:
samkop.samkop@gmail.com

Nánari upplýsingar á facebook síðu Samkóp.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér