Verk Ólafs Elíassonar á sýningu í Gerðarsafni í sumar

Sýningin NEW REALEASE  verður opnuð í Gerðarsafni í ágúst  í tengslum við alþjóðlegu listahátíðina Cycle og mun sýna meðal annars verk Ólafs Elíassonar Mirror‘s Tunnel.  Hátt í hundrað listamenn, íslenskir sem erlendir, taka þátt í hátíðinni sem fer að mestu fram  í og við menningarhús Kópavogsbæjar en einnig víðar í Kópavogi, dagana 13. til 16. ágúst. Af öðrum listamönnum má nefna Gjörningaklúbbinn, Christinu Kubisch, Jennifer Walshe, Simon Steen-Andersen, Ensemble Adapter og Skark Ensemble. 

Á sýningunni NEW REALEASE verður reynt á þolmörk sniðmengis tónlistar og myndlistar með mismunandi nálgunum myndlistar- og tónlistarmanna. Skúlptúr Ólafs Elíassonar samanstendur af þremur frístandandi speglum sem mynda speglagöng en verkið er útgangspunktur tónsmíðar Páls Ragnars Pálssonar sem verður flutt föstudagskvöldið 14. ágúst  af Strengjasveitinni Skark. Tónlistin líkir eftir eiginleikum skúlptúrsins þar sem tónbútar speglast og hreyfast á milli hljóðfæraleikaranna í rýminu. Áhorfendum er frjálst að hreyfa sig á meðan á flutningi stendur, sem gerir þeim kleift að heyra, sjá og upplifa verkið á mismunandi hátt eftir staðsetningu í rýminu.

Á sýningunni verður einnig sýnt listaverk þýska myndlistarmannsins Andreas Greiner, sem í verki sínu Multitudes tengir saman myndlist, samtímatónlist, tækni og lífeðlisfræði með sjálflýsandi þörungum. Náttúrufræðistofa Kópavogs ræktar nú þörunga fyrir sýninguna en í tengslum við hana verður fræðslusýning í anddyri Náttúrufræðistofunnar þar sem gestir og gangandi geta m.a. skoðað þörungana í smásjá.

Í Gerðarsafni frumflytur einnig Kammerkór Suðurlands verk eftir norska tónskáldið Eyvind Gulbrandsen Surrounded by Strangers, á tónleikum kórsins í safninu. Verk Eyvinds, sem unnið var í samstarfi við kórinn, er innblásið úr sögum kórmeðlima. Eyvind notar sögur þessara einstaklinga til að búa til verk, sem skapar rými fyrir sérkenni, sérvisku og sjálfstjáningu. Tónleikarnir fara fram laugardaginn 15. ágúst. Sýningin stendur til 27. september 2015.

Sýningarstjóri sýningarinnar er Dr. Nadim Samman. Nadim lærði heimspeki við University College London áður en hann lauk doktorsgráðu í Listasögu við Courtauld Institute of Art. Árið 2012 stýrði hann ásamt Carson Chan fjórða Marrakech tvíæringnum. Verkefni Nadims árið 2014 samanstóðu af m.a. Antarctopia: The Antarctic Pavilion, fjórtánda Feneyjartvíæringnum í arkitektúr og Treasure of Lima: A Buried Exhibition sem var einstök staðarsýning á Kyrrahafseyjunni Isla del Coco. Nadim er annar tveggja stjórnenda Import Projects, ritstjóri Near East Magazine og sýningarstjóri hjá Thyssen-Bornemisza Art Contemporary.

Cycle listahátíð er haldin í samvinnu við Curated Place (www.curatedplace.com) og er meðlimur í Moving Classics – European Network for New Music (movingclassics.eu) sem styrkt er af Creative Europe áætlun Evrópusambandsins. Hátíðin er einnig styrkt af Kópavogsbæ og Ernst von Siemens tónlistarsjóðnum og fleiri aðilum (sjá www.cycle.is). Miðasala á viðburði hátíðarinnar er hafin. Sjá nánar hér : https://tix.is/en/event/778/cycle-music-and-art-festival

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,