Verkfall kennara við Tónlistarskóla Kópavogs

Halldóra Aradóttir, píanókennari, ritar:

Tónlistarskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í meira en viku eða síðan á miðvikudag í síðustu viku og hafa kennarar í 80 tónlistarskólum um allt land lagt niður vinnu. Af þeim 550 kennurum sem verkfallið nær til starfa á fjórða tug kennara við Tónlistarskóla Kópavogs. Verkfallið snertir 510 af þeim 560 nemendum sem stunda nám við skólann á einn eða annan hátt. Það er því hljótt í Tónlistarskólanum við Hamraborg þessa dagana.

Samningar tónlistarskólakennara hafa verið lausir síðan í mars og eru þeir ósáttir við seinaganginn í viðræðunum við samninganefnd sveitarfélaga, en fyrsta viðræðuáætlun var gerð í desember á síðast ári. Laun þeirra hafa mjög dregist aftur úr launum annarra kennara síðustu ár og hafa þeir verið látnir sitja á hakanum í síðust samningum. Tónlistarskólakennarar geta ekki lengur sætt sig við að störf þeirra og menntun sé ekki metin til jafns við aðra kennara sem starfa á vegum sveitafélaganna, þ.e. grunnskóla- og leikskólakennara og eru orðnir langþreyttir á því skilningsleysi sem samninganefd sveitarfélaga sýnir starfi þeirra.

Í ávarpi sem Sigrún Grendal formaður FT hélt á Austurvelli eftir Kröfuskrúðgöngu tónlistarskólakennara á miðvikudag sagði hún m.a. að samninganefnd FT velti því fyrir sér hvort Reykjavíkurborg héldi samningaviðræðum FT og SNS í gíslingu. Í erindi sínu á samræðufundi í Kaldalóni sem haldinn var kvöldið áður en verkfallið skall á sagði dr. Ágúst Einarsson prófessor tónlistarkennslu stórlega vanmetna sem undirstöðu í þeirri miklu verðmætasköpun sem á sér stað í tónlist hér á landi og að tónlistarlíf hér á landi sé í hættu vegna skammsýni kjörinna fulltrúa. Það er ekki hægt að höggva að rótunum ef við viljum halda í það gróskumikla tónlistarlíf sem er í landinu.

Halldóra Aradóttir, píanókennari

10560335_697803710326444_3529312174518224039_o 10671432_697923566981125_1344220436641738898_n4 10676226_697920953648053_470038137302068530_n-1 Tónlistarskóli Kópavogs

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn