Verri afkoma en áætlað var

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023  var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í  gær, fimmtudaginn 7. september. Niðurstaðan er sögð endurspeglar góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi munu áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta er snýr að málefnum fatlaðs fólks er sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lyktar hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2023 var neikvæð um 1,4 milljarða króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 754 milljónir króna. Meginskýring neikvæðrar afkomu má rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hefur verið óhagstæð undanfarin ár. 

Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, var jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum.

Í þessum tölum er tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. 

Meginskýring á verri afkomu en áætlað var er meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. 

Heildarskuldir samstæðunnar hafa hækkað um 773 milljón króna, þar af eru verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmiðið bæjarins var síðustu áramót 95% sem er vel undir lögbundnum hámarki sem er 150%. 

Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

umhverfi1
Sigurbjorg-1
Jon ur vor fin-0027
Kopavogur
HK
Cycle listahátíð
578287_10200438551822106_1856711246_n
Gunnarsholmi_svaedid_1
Birkir Jón