Verri afkoma en áætlað var

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023  var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í  gær, fimmtudaginn 7. september. Niðurstaðan er sögð endurspeglar góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi munu áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta er snýr að málefnum fatlaðs fólks er sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lyktar hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2023 var neikvæð um 1,4 milljarða króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 754 milljónir króna. Meginskýring neikvæðrar afkomu má rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hefur verið óhagstæð undanfarin ár. 

Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, var jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum.

Í þessum tölum er tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. 

Meginskýring á verri afkomu en áætlað var er meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. 

Heildarskuldir samstæðunnar hafa hækkað um 773 milljón króna, þar af eru verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmiðið bæjarins var síðustu áramót 95% sem er vel undir lögbundnum hámarki sem er 150%. 

Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn