Verslanirnar í 7da himni og Ynja undirfataverslun, sem báðar eru í Hamraborginni, fagna nú fimm ára afmælum sínum. Heilmikið verður þess vegna í gangi hjá þeim í dag, fimmtudaginn 4. september frá klukkan 16, þar sem afmælisafslættir verða, dregið verður í happdrætti, Valgerður Bachmann dregur Tarot spil og svo verður miðillinn Sigurjón Markús með skyggnilýsingarfund.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.