Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp reka verslunina Allt í köku sem flutti nýverið á Smiðjuveg 9 í Kópavogi. Allt í köku selur allt milli himins og jarðar í veisluna, baksturinn, kökuskreytingar og konfektgerð auk þess að bjóða fjölbreytt námskeið í kökuskreytingum.
Allt í köku opnaði í nóvember 2010 í 100 fm húsnæði. Verslunin hefur stækkað jafnt og þétt og hefur nú opnað glæsilega verslun í liðlega 500 fm húsnæði á Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Ný partýdeild var opnuð þegar verslunin flutti og þar má nú finna yfir 600 partývörur, m.a. einnota borðbúnað, blöðrur, helíumáfyllingar og vegg- og loftskreytingar.
Námskeið Allt í köku hafa verið afar vinsæl og fyrir páskana hafa þær systur fengið Halldór Sigurðsson, bakara og konditor, til samstarfs. Hann mun halda páskaeggjanámskeið sem hafa fengið frábærar viðtökur.
Í verslun Allt í köku er að finna yfir 4500 vörur til þess að búa til hina fullkomnu köku og veislu.