Verslunin Allt í köku flutt í Kópavoginn

Allt í köku er á Smiðjuvegi 9.
Allt í köku er á Smiðjuvegi 9.

Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp reka verslunina Allt í köku sem flutti nýverið á Smiðjuveg 9 í Kópavogi. Allt í köku selur allt milli himins og jarðar í veisluna, baksturinn, kökuskreytingar og konfektgerð auk þess að bjóða fjölbreytt námskeið í kökuskreytingum.

Allt í köku opnaði í nóvember 2010 í 100 fm húsnæði. Verslunin hefur stækkað jafnt og þétt og hefur nú opnað glæsilega verslun í liðlega 500 fm húsnæði á Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Ný partýdeild var opnuð þegar verslunin flutti og þar má nú finna yfir 600 partývörur, m.a. einnota borðbúnað, blöðrur, helíumáfyllingar og vegg- og loftskreytingar.

Námskeið Allt í köku hafa verið afar vinsæl og fyrir páskana hafa þær systur fengið Halldór Sigurðsson, bakara og konditor, til samstarfs. Hann mun halda páskaeggjanámskeið sem hafa fengið frábærar viðtökur.

Í verslun Allt í köku er að finna yfir 4500 vörur til þess að búa til hina fullkomnu köku og veislu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér