Verslunin Allt í köku flutt í Kópavoginn

Allt í köku er á Smiðjuvegi 9.
Allt í köku er á Smiðjuvegi 9.

Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp reka verslunina Allt í köku sem flutti nýverið á Smiðjuveg 9 í Kópavogi. Allt í köku selur allt milli himins og jarðar í veisluna, baksturinn, kökuskreytingar og konfektgerð auk þess að bjóða fjölbreytt námskeið í kökuskreytingum.

Allt í köku opnaði í nóvember 2010 í 100 fm húsnæði. Verslunin hefur stækkað jafnt og þétt og hefur nú opnað glæsilega verslun í liðlega 500 fm húsnæði á Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Ný partýdeild var opnuð þegar verslunin flutti og þar má nú finna yfir 600 partývörur, m.a. einnota borðbúnað, blöðrur, helíumáfyllingar og vegg- og loftskreytingar.

Námskeið Allt í köku hafa verið afar vinsæl og fyrir páskana hafa þær systur fengið Halldór Sigurðsson, bakara og konditor, til samstarfs. Hann mun halda páskaeggjanámskeið sem hafa fengið frábærar viðtökur.

Í verslun Allt í köku er að finna yfir 4500 vörur til þess að búa til hina fullkomnu köku og veislu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem