Verslunin Allt í köku flutt í Kópavoginn

Allt í köku er á Smiðjuvegi 9.
Allt í köku er á Smiðjuvegi 9.

Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp reka verslunina Allt í köku sem flutti nýverið á Smiðjuveg 9 í Kópavogi. Allt í köku selur allt milli himins og jarðar í veisluna, baksturinn, kökuskreytingar og konfektgerð auk þess að bjóða fjölbreytt námskeið í kökuskreytingum.

Allt í köku opnaði í nóvember 2010 í 100 fm húsnæði. Verslunin hefur stækkað jafnt og þétt og hefur nú opnað glæsilega verslun í liðlega 500 fm húsnæði á Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Ný partýdeild var opnuð þegar verslunin flutti og þar má nú finna yfir 600 partývörur, m.a. einnota borðbúnað, blöðrur, helíumáfyllingar og vegg- og loftskreytingar.

Námskeið Allt í köku hafa verið afar vinsæl og fyrir páskana hafa þær systur fengið Halldór Sigurðsson, bakara og konditor, til samstarfs. Hann mun halda páskaeggjanámskeið sem hafa fengið frábærar viðtökur.

Í verslun Allt í köku er að finna yfir 4500 vörur til þess að búa til hina fullkomnu köku og veislu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Halla
margretfridriksxd
skolahljomsveit
Guðmundur Þorkelsson
Gunnar Birgisson
Kristinn Rúnar Kristinsson
margretfridriksxd
Kársnesormurinn
Mynd: Herbert Guðmundsson.