• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Verum stolt af Kópavogi

Verum stolt af Kópavogi
ritstjorn
06/02/2014

 

Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Það er margt í bænum okkar sem við getum glaðst yfir og verið stolt af. Möguleikarnir eru margir til að gera enn betur á mörgum sviðum.

Samgöngumál í Kópavogi
Kópavogur er vel í sveit settur á höfuðborgarsvæðinu miðað við samgöngur. Um bæinn liggja tvær meginstofnbrautir, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut, sem tengja saman byggðina. Samgöngukerfið í Kópavogi er nýtt og nýlegt og tekur mið af þörfum þeirra sem þar búa og þurfa að fara um.

Hver kannast ekki við þunga umferð um Fífuhvammsveginn.
Umferð á morgnanna er erfið á Fífuhvammsvegi á þeim tíma sem skólarnir eru starfandi en það helgast fyrst og fremst að því að það vantar einn legg, Arnarnesveginn, í stofnbrautarkerfi bæjarins. Það þarf að tengja Arnarnesveginn frá Salaskóla niður að hringtorgi á Reykjanesbraut, hringtorgið sem er á mörkum Garðabæjar og Kópavogs. Arnarnesvegurinn er stofnvegur og veghaldari er ríkið. Kópavogsbær hefur ítrekað reynt að fá fjármagn á vegaáætlun til þess að fara í þessa framkvæmd. Arnarnesvegurinn er ein veigamesta samgöngubótin í samgöngukerfi Kópavogsbæjar í dag en stór hluti Kópavogsbúa býr í efri byggðum bæjarins eða um 13 þúsund manns. Það þarf að létta umferðarþunganum af samgöngukerfinu og það mun Arnarnesvegurinn gera. Arnarnesvegurinn mun tengja efri byggðir Kópavogs við neðri byggðirnar.

Íþróttabærinn Kópavogur
Kópavogur er oft kallaður „mekka“ íþrótta á Íslandi en fjölmörg íþróttafélög eru starfandi í bæjarfélaginu. Það hefur ekki orðið til að sjálfu sér. Til þess að íþróttastarf geti blómstrað sem best hefur bærinn lagt mikið til starfsins með því að byggja upp bestu aðstöðu fyrir flestar greinar íþrótta. Aðstaða til íþróttaiðkunar er mjög góð. Við eigum frábært íþróttafólk á öllum aldri í fjölmörgum íþróttagreinum og margir afreksmenn í íþróttum koma úr Kópavogi. Að baki öflugs íþróttastarfs stendur fjöldi sjálfboðaliða sem hafa til margra ára unnið ómetanlegt starf í þeirra þágu. Í Kópavogi hefur tekist að skapa umhverfi sem hvetur fólk á öllum aldri til að hreyfa sig og stunda heilsusamlegt líferni. Í því tilviki má nefna göngu- og hjólastígakerfi bæjarins sem liggur um bæinn þveran og endilangan.

Kópavogur sem ferðamannabær
Ef skoðaður er íþróttabærinn Kópavogur í samhengi við ferðamennsku er augljóst notagildi þessara stórkostlegu íþróttamannvirkja sem til eru í bænum og ósjálfrátt kemur upp í hugann íþróttaferðamennska. Saga, menning og náttúra á fullt erindi við alla ferðamenn, erlenda sem innlenda. Það þarf að koma bænum á kortið með þessum formerkjum því að í landi bæjarins er mikill fjársjóður sögu.

-Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

 

[do_widget „Custom Recent Posts by Tags“]

Efnisorð
Aðsent
06/02/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi
    Fréttir02/05/2022
  • Hversu löng eru fjögur ár?
    Aðsent20/04/2022
  • Reykjanesbraut verði sett í stokk
    Fréttir24/04/2022
  • Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára
    Fréttir24/04/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.