Verum umhverfisvæn og græn

Pétur Fannberg Víglundsson er verslunarstjóri og 4. maður á lista Vg. í Kópavogi

Samviskubit
Stærsta samviskubitið sem nagar mig daglega vaknar þegar ég er fastur í umferð á leið til vinnu á morgnana. Ég skammast mín fyrir að nota ekki bara almenningssamgöngur. Líf mitt hreinlega býður ekki upp á það að ég geti með góðu móti verið án bíls. Raunar er það svo að fjölskyldan á tvo bíla. Það er afleiðing þess að vera úthverfapabbi í Kórahverfi Kópavogs með þrjá syni, þar af einn í hjólastól.

Flokkar skipta máli
Verandi annt um umhverfið er ég mjög meðvitaður um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar bæði í nútíð og framtíð. Ég geri ýmislegt til að leggja mitt af mörkum við að draga úr áhrifunum. Ég flokka plast og pappa heima hjá mér. Ég hef tekið þátt í metnaðarfullri umhverfisstefnu á mínum vinnustað sem hefur fengið öll grænu skrefin fimm vottuð af Umhverfisráðuneytinu. Það er hins vegar einn þáttur í mínu lífi sem ég vil halda fram að sé mikilvægastur varðandi málefni umhverfisins – hverjum ég ljái atkvæði mitt í kosningum. Gildir þá einu hvort um er að ræða kosningar til Alþingis eða sveitarstjórnar.

Kjósum umhverfisvæna bæjarfulltrúa
Nýlega rakst ég á grein á netinu þar sem umhverfisverndarsinninn Alden Wicker heldur því fram að alltof mikið sé gert úr þeirri nálgun að hver og einn beri ábyrgð á umhverfinu með neyslu sinni og lífstíl. Hún vitnaði í rannsóknir sem sýnt hafa fram á að þegar upp er staðið sé sáralítill munur á einstaklingi sem gerir sitt besta til að borða rétta matinn, endurvinna og hugsa út í öll sín innkaup með hag umhverfisins að leiðarljósi og einstaklingi sem leiðir hugann aldrei að slíku. Endurvinnslan eru sjálfsagður hluti af daglegu lífi og bæta þar með framtíð okkar allra.

Kjósum velgræna bæjarfulltrúa, kjósum Vinstri græn!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér