Verum umhverfisvæn og græn

Pétur Fannberg Víglundsson er verslunarstjóri og 4. maður á lista Vg. í Kópavogi

Samviskubit
Stærsta samviskubitið sem nagar mig daglega vaknar þegar ég er fastur í umferð á leið til vinnu á morgnana. Ég skammast mín fyrir að nota ekki bara almenningssamgöngur. Líf mitt hreinlega býður ekki upp á það að ég geti með góðu móti verið án bíls. Raunar er það svo að fjölskyldan á tvo bíla. Það er afleiðing þess að vera úthverfapabbi í Kórahverfi Kópavogs með þrjá syni, þar af einn í hjólastól.

Flokkar skipta máli
Verandi annt um umhverfið er ég mjög meðvitaður um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar bæði í nútíð og framtíð. Ég geri ýmislegt til að leggja mitt af mörkum við að draga úr áhrifunum. Ég flokka plast og pappa heima hjá mér. Ég hef tekið þátt í metnaðarfullri umhverfisstefnu á mínum vinnustað sem hefur fengið öll grænu skrefin fimm vottuð af Umhverfisráðuneytinu. Það er hins vegar einn þáttur í mínu lífi sem ég vil halda fram að sé mikilvægastur varðandi málefni umhverfisins – hverjum ég ljái atkvæði mitt í kosningum. Gildir þá einu hvort um er að ræða kosningar til Alþingis eða sveitarstjórnar.

Kjósum umhverfisvæna bæjarfulltrúa
Nýlega rakst ég á grein á netinu þar sem umhverfisverndarsinninn Alden Wicker heldur því fram að alltof mikið sé gert úr þeirri nálgun að hver og einn beri ábyrgð á umhverfinu með neyslu sinni og lífstíl. Hún vitnaði í rannsóknir sem sýnt hafa fram á að þegar upp er staðið sé sáralítill munur á einstaklingi sem gerir sitt besta til að borða rétta matinn, endurvinna og hugsa út í öll sín innkaup með hag umhverfisins að leiðarljósi og einstaklingi sem leiðir hugann aldrei að slíku. Endurvinnslan eru sjálfsagður hluti af daglegu lífi og bæta þar með framtíð okkar allra.

Kjósum velgræna bæjarfulltrúa, kjósum Vinstri græn!

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Guðmundur Geirdal.
Bjarki5
4-2
Picture-1-2
Ragnar Th. Sigurðsson
Cycle listahátíð
smari2
Menningarhús Kópavogs
Skólahreysti