Vetrarstarf Kvennakórs Kópavogs hafið

Vetrarstarf Kvennakórs Kópavogs er hafið og er þetta 13. starfsár kórsins. Gróa Hreinsdóttir stjórnandi kórsins frá 2011 til 2014 kvaddi starfið í vor eftir þrjú viðburðarík og skemmtileg ár og er henni innilega þakkað fyrir samstarfið. Nýr stjórnandi kórsins, John Gear, hefur tekið til starfa og eru æfingar hafnar af fullum krafti. Í kórnum eru um 50 söngglaðar konur á öllum aldri.

Kvennakór Kópavogs hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur undanfarin ár og má þar nefna þátttöku í Landsmóti íslenskra kvennakóra, söngferðalög erlendis, heimsóknir til annarra kóra og tekið á móti vinakórum hér heima. Hægt er að fylgjast með starfi kórsins á heimasíðunni www.kveko.is og á Facebook síðu kórsins.

Spennandi dagskrá er framundan og fyrsta verkefni vetrarins er árlegir styrktartónleikar sem hafa yfirskriftina „Hönd í hönd“. Í ár rennur ágóði tónleikanna til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs og Líknardeildar LSH í Kópavogi. Tvennir styrktartónleikar verða haldnir þann 9. nóvember og fara þeir að þessu sinni fram í Austurbæ við Snorrabraut og hefjast þeir fyrri klukkan 16:00 og þeir seinni klukkan 20:00. Kórinn hefur fengið til liðs við sig fjölda frábærra listamanna, og má þar nefna Pál Óskar Hjálmtýsson, Drengjakór íslenska lýðveldisins, Ölmu Rut Kristjánsdóttur og einvala lið hljóðfæraleikara. Allir sem koma að framkvæmd tónleikanna gefa vinnu sína. Miða á tónleikana er hægt að nálgast á Midi.is og kosta þeir 3.000 krónur.

Undanfarin ár hefur kórinn tekið að sér söng við ýmis tækifæri. Hægt er að hafa samband á kvennakorkopavogs@gmail.com ef óskað er eftir skemmtilegum jólasöng á aðventunni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að