Vetrarstarf Molans er hafið

Molinn er ungmennahús þar sem ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára gefst tækifæri til að koma listum og menningu sinni á framfæri. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma með hugmyndir sínar og starfsfólkið hjálpar þeim að koma þeim í framkvæmd og ýta undir að þær verði að veruleika. Hlúð er að réttindum ungs fólks í samfélaginu og hvatt til lýðræðislegrar og skapandi hugsunar.

Með því að hafa aðgang að faglegri starfsemi þar sem forvarnarsjónarmið eru í hávegum höfð er aukið við heilbrigða kosti sem ungt fólk hefur úr að velja í frítíma sínum. Félagsmiðstöðva- og íþróttastarf hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og ungmennahúsin eru tilvalin kostur fyrir þá sem ekki passa þar inn sökum aldurs eða áhugaleysis.

Í vetur verður margt skemmtilegt á dagskrá í bland við hefðbundna starfsemi í Molanum. Má þar nefna tónleika með ungu og upprennandi tónlistarfólki; fyrirlestra, smiðjur og ýmsir aðra menningarviðburði.

Molinn er opin þriðjudaga og miðvikudaga frá klukkan 14:00 – 22:00. Á fimmtudögum er opið frá klukkan 14:00 – 23:00 og 14:00 – 21:00 á föstudögum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér