Vetrarstarf Molans er hafið

Molinn er ungmennahús þar sem ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára gefst tækifæri til að koma listum og menningu sinni á framfæri. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma með hugmyndir sínar og starfsfólkið hjálpar þeim að koma þeim í framkvæmd og ýta undir að þær verði að veruleika. Hlúð er að réttindum ungs fólks í samfélaginu og hvatt til lýðræðislegrar og skapandi hugsunar.

Með því að hafa aðgang að faglegri starfsemi þar sem forvarnarsjónarmið eru í hávegum höfð er aukið við heilbrigða kosti sem ungt fólk hefur úr að velja í frítíma sínum. Félagsmiðstöðva- og íþróttastarf hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og ungmennahúsin eru tilvalin kostur fyrir þá sem ekki passa þar inn sökum aldurs eða áhugaleysis.

Í vetur verður margt skemmtilegt á dagskrá í bland við hefðbundna starfsemi í Molanum. Má þar nefna tónleika með ungu og upprennandi tónlistarfólki; fyrirlestra, smiðjur og ýmsir aðra menningarviðburði.

Molinn er opin þriðjudaga og miðvikudaga frá klukkan 14:00 – 22:00. Á fimmtudögum er opið frá klukkan 14:00 – 23:00 og 14:00 – 21:00 á föstudögum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Dimmuhvarf_3
rannveig 4
Ringo2
verkefni
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suð-vesturkjördæmi.
Sigurjón Jónsson
img_4021
v2video
Salurinn