Vetrarstarf Molans er hafið

Molinn er ungmennahús þar sem ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára gefst tækifæri til að koma listum og menningu sinni á framfæri. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma með hugmyndir sínar og starfsfólkið hjálpar þeim að koma þeim í framkvæmd og ýta undir að þær verði að veruleika. Hlúð er að réttindum ungs fólks í samfélaginu og hvatt til lýðræðislegrar og skapandi hugsunar.

Með því að hafa aðgang að faglegri starfsemi þar sem forvarnarsjónarmið eru í hávegum höfð er aukið við heilbrigða kosti sem ungt fólk hefur úr að velja í frítíma sínum. Félagsmiðstöðva- og íþróttastarf hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og ungmennahúsin eru tilvalin kostur fyrir þá sem ekki passa þar inn sökum aldurs eða áhugaleysis.

Í vetur verður margt skemmtilegt á dagskrá í bland við hefðbundna starfsemi í Molanum. Má þar nefna tónleika með ungu og upprennandi tónlistarfólki; fyrirlestra, smiðjur og ýmsir aðra menningarviðburði.

Molinn er opin þriðjudaga og miðvikudaga frá klukkan 14:00 – 22:00. Á fimmtudögum er opið frá klukkan 14:00 – 23:00 og 14:00 – 21:00 á föstudögum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar