Vetrarstarf Molans er hafið

Molinn er ungmennahús þar sem ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára gefst tækifæri til að koma listum og menningu sinni á framfæri. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma með hugmyndir sínar og starfsfólkið hjálpar þeim að koma þeim í framkvæmd og ýta undir að þær verði að veruleika. Hlúð er að réttindum ungs fólks í samfélaginu og hvatt til lýðræðislegrar og skapandi hugsunar.

Með því að hafa aðgang að faglegri starfsemi þar sem forvarnarsjónarmið eru í hávegum höfð er aukið við heilbrigða kosti sem ungt fólk hefur úr að velja í frítíma sínum. Félagsmiðstöðva- og íþróttastarf hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og ungmennahúsin eru tilvalin kostur fyrir þá sem ekki passa þar inn sökum aldurs eða áhugaleysis.

Í vetur verður margt skemmtilegt á dagskrá í bland við hefðbundna starfsemi í Molanum. Má þar nefna tónleika með ungu og upprennandi tónlistarfólki; fyrirlestra, smiðjur og ýmsir aðra menningarviðburði.

Molinn er opin þriðjudaga og miðvikudaga frá klukkan 14:00 – 22:00. Á fimmtudögum er opið frá klukkan 14:00 – 23:00 og 14:00 – 21:00 á föstudögum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn