• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Vettvangur minninganna

Vettvangur minninganna
ritstjorn
18/09/2017

Sveinn ásamt höfundi fyrir framan skúrinn við Nýbýlaveg 54.

Sveinn stóð löngum stundum við vinnuborð sitt í skúrnum við Nýbýlaveg 54 þar sem hann sýslaði við eitt og annað. Hann teiknaði og skar út stafi sem síðar rötuðu á búðarglugga og smábáta. Og hann hripaði niður stuttar frásagnir frá liðnum dögum litlar stílakomur. Sveinn var kominn á efri ár og það var margs að minnast og auðvelt að láta hugann reika þar sem hann stóð og horfði út um gluggann en við blasti ræktarlegur bakgarður og tvílyfta íbúðarhúsið sem hann reisti undir lok seinni heimsstyrjaldar.

Síðastliðinn vetur skrifaði ég nokkrar greinar um Svein Mósesson og fjölskyldu hans en þær fjölluðu allar um tímann þegar byggð tók að myndast í Kópavogi um og upp úr 1940. Sveinn átti langa starfsæfi að baki þegar hér var komið sögu og margt hafði breyst síðan hann flutti í Kópavog rétt fyrir seinna stríð. Áður hafði hann sótt mestalla vinnu til Reykjavíkur enda var lítið atvinnulíf í Kópavogi fyrstu árin. Hann starfaði lengi sem málari en söðlaði síðan um og stofnaði eigin skiltagerð sem síðast gekk undir nafninu Skilti og merki. Sveinn var alla tíð einstaklega vinnusamur en tók þó að minnka við sig þegar hann nálgaðist sjötugsaldurinn og flutti hann þá skiltagerðina í skúrinn við heimili sitt þar sem hann hélt starfsemi sinni áfram frá því upp úr miðjum áttunda áratugnum fram til loka þess níunda.

Sveinn seldi mikið af stökum sjálflímandi stöfum sem trillusjómenn notuðu til að merkja báta sína eða kaupmenn til að koma skilaboðum á framfæri í búðargluggum. Allt var gert í höndunum. Verkfærinn voru að miklu leyti hnífur, skæri og reglustika til að skera eftir. Sveinn seldi einnig töluvert af skiltum og keypti Kópavogskaupsstaður um árabil skilti af honum til að merkja götur bæjarins. Eina maskínan var lítil handstýrð grafvél, en það var helst hún sem fékk Svein til að setjast niður, og var afraksturinn einkum skilti á krossa.

Sveinn lagði mikið upp úr að vera eigin herra. Auðsöfnun var honum lítils virði en hann vildi hafa sem mest um eigið líf að segja og kunni því illa að vera háður duttlungum annarra. Yfir vinnustaðnum hvíldi þægileg ró en það sem helst rauf kyrrðina var notalegt malið í Ríkisútvarpinu og lágvært blístur húsráðandans. Og annað slagið mátti heyra dyrnar opnast og viðskiptavininn gera vart við sig – kannski með því að segja hvellt „góðan dag“ – en þil var á milli afgreiðslu og vinnusvæðis. Það var aldrei neinn asi á Sveini og hann gaf sér jafnan góðan tíma til að spjalla við þá sem inn komu og leit á marga sem góðvini sína en það átti einkum við um sjómennina enda var hann af sjósóknurum kominn.

Sveinn og höfundur með skilti undir höndum en bakvið má sjá borðið þar sem margar endurminningar voru færðar í letur.

Skúrinn var ekki einungis vinnustaður heldur einnig griðastaður. Þar hafði Sveinn eitthvað við að vera og fékk um leið svalað félagsþörfinni. Og þar urðu til ófáar frásagnir sem hann skráði í minnisbækur sínar af fyrri tíð og var ekki hvað síst dvalist við æskuárin í Dýrafirði þar sem hann gætti ánna eftir fráfærur og réri á árabátum því hann ólst upp á síðustu árum gamla bændasamfélagsins. Og sitthvað færði hann í letur um fyrstu árin í Kópavogi, þar sem hann var meðal frumbyggja, en hann sá hvernig dreifbýlt sveitasamfélag varð að nútímabæjarsamfélagi á undraskömmum tíma. Fyrir Sveini var vinnuborðið við gluggann ekki hvað síst vettvangur minninganna.

Leifur Reynisson, sagnfræðingur.

Efnisorðefst á baugisagan
Fréttir
18/09/2017
ritstjorn

Efnisorðefst á baugisagan

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.