Á aðalfundi Vinstri grænna í Kópavogi, sem var haldinn 20. janúar, var samþykkt að raða á lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor með uppstillingu. Kosin var uppstillinganefnd og skal hún skila lista fyrir 6 efstu sætin fyrir félagsfund 20. febrúar og fullum lista 10. mars.
Á fundinum var kosin ný stjórn. Formaður er Svava Hrönn Guðmundsdóttir en aðrir í stjórn eru Sigríður Gísladóttir, Einar Ólafsson, Arnþór Sigurðsson og Þóra Elfa Björnsson.