• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

„Við erum herramenn, ekki karlrembur!“

„Við erum herramenn, ekki karlrembur!“
ritstjorn
18/09/2013

Rakarastofan Herramenn, á Neðstutröð 8 – gegnt bæjarskrifstofunum í Fannborg – var stofnuð árið 1961 og telst því eitt elsta fyrirtæki Kópavogs. Sumir segja að nálægðin við stjórnmála- og embættismenn bæjarins sé það mikil að rakarastofan sé hin eiginlega „bæjarstjórnarskrifstofa“ Kópavogs – eða að minnsta kosti fréttastofa.

Feðgarnir Andri Týr Kristleifsson og Gauti Torfason reka saman rakarastofuna Herramenn, eitt af elstu fyrirtækjum bæjarins.

Feðgarnir Andri Týr Kristleifsson og Gauti Torfason reka saman rakarastofuna Herramenn, eitt af elstu fyrirtækjum Kópavogs.

„Við fáum stundum slúðrið úr pólitíkinni og bæjarlífinu beint í æð hérna þegar við erum að klippa og raka menn,“ segir Gauti Torfason, eigandi og hársnyrtimeistari kíminn, „en pólitíkin er samt orðin svo leiðinleg undanfarið að við nennum varla að ræða það – það er margt skemmtilegra í lífinu en pólitík. Að auki er allt það sem er rætt í stólnum hjá okkur algjört trúnaðarmál. Við erum stundum svona ódýrir sálfræðingar og tökum það hlutverk mjög alvarlega – við sverjum hollustueið við kúnnana.“

-Hver er sagan á bak við rakarastofuna Herramenn?

„Pabbi minn, Torfi Guðbjörnsson, opnaði þessa rakarastofu hér á þessum stað árið 1961 og hún hefur verið hér allar götur síðan. Ég tók síðan við og nú er sonur minn, Andri Týr, kominn í reksturinn með mér þannig að hann er þriðja kynslóðin hér. Kollegar pabba sögðu hann alveg kolklikkaðann að opna hér rakarastofu á þessum útnára sem Kópavogur var á þeim tíma.  Á þessum árum var akkúrat ekki neitt í Kópavogi og þetta var eina húsið hér á hálsinum. Hann byrjaði í skúrnum hér bakatil en einhvernveginn hafðist þetta hjá honum. Húsmæðurnar í hverfinu sendu börnin sín í klippingu til hans og þannig gekk þetta. Síðan komu trésmiðjur í Kópavoginn og atvinnulífið í bænum fór að glæðast. En sá gamli sannaði að það var vel hægt að reka svona stofu í íbúðahverfi.“

-Og hvernig hefur svo reksturinn gengið í öll þessi ár?

„Börnin sem komu fyrst í klippingu uxu úr grasi og héldu áfram að koma. Við erum ennþá með kúnna sem hafa aldrei farið neitt annað í klippingu á ævi sinni – þótt þeir hafa flutt í annað sveitarfélag! Það er alveg magnað. Við náðum því, rétt áður en pabbi dó árið 2004, að klippa hér unga dömu sem var þá 5. kynslóð viðskiptavina. Ég held að það sé algjört einsdæmi. Reksturinn byggist því að miklu leyti á fastakúnnum en með yngri mönnum koma nýjar og breyttar áherslur í takt við tíðarandann. Það hefur reynst okkur mjög vel að byggja upp náin og góð tengsl við okkar viðskiptavini.

-En þið klippið bara karlmenn, er það ekki?

„Jú, þetta er fyrst og fremst rakarastofa fyrir karlmenn. Í gamla daga var þetta skýr aðgreining. Karlar fóru á rakarastofur en konur á hárgreiðslustofur.  Á 8. og 9. áratug síðustu aldar breyttist þetta og varð meira sameinað fyrir kynin – en við höfum haldið þessu óbreyttu hjá okkur og höfum haldið okkur við rakarastofuna. Enda erum við sérfræðingar í því.

-Þetta er þá svona karlrembubúlla, er það ekki?

„Nei,“ segir Gauti ákveðinn. „Við erum herramenn, ekki karlrembur. Það er mikill munur þar á. Við erum algjörir fagmenn og fágun er okkar fag. Við erum sérfræðingar í rakstri og skegghirðu sem menn fá ekki annarsstaðar. Karlremburnar mega fara eitthvert annað,“ segir Gauti Torfason, eigandi og hársnyrtimeistari rakarastofunnar Herramenn á Neðstutröð.

Þrjár kynslóðir rakara á rakarastofunni Herramönnum. Torfi Guðbjörnsson, sem situr, lést árið 2004.

Þrjár kynslóðir Herramanna á Neðstutröð 8. Torfi Guðbjörnsson, sem situr, lést árið 2004.

Efnisorð
Fréttir
18/09/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.