Við gerðum þetta saman

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Bæjarstjón Kópavogs vann saman í þriðja skiptið í röð þvert á flokka að fjárhagsáætlun bæjarins. Þetta gekk vel og gott að sjá hversu vel okkur hefur tekist að vinna að bættum bæjarhag um leið og greiddar eru niður skuldir. Auknu fjármagni er sérstaklega varið í að huga að mönnunarmálum á leikskólum og dægradvölum. Við eins og aðrir stöndum frammi fyrir þeim lúxusvanda í samfélaginu að mikil eftirspurn er eftir hæfu fólki í ýmis störf. Hugað er að viðhaldi eigna sem og byggingu nýrra, til dæmis nýs Kársnesskóla og loks sér fyrir endann á því mikilvæga verkefni að hefja framkvæmdir við að byggja húsnæði undir eina af skrautfjöðrum Kópavogs, nefnilega Skólahljómsveitina okkar.

Það er hins vegar merkilegt að sjá oddvita Samfylkingarinnar berja sér á brjóst og klukka ákveðin mál í fjárhagsáætluninni sem hann reynir að eignfæra á sinn flokk en ekki aðra. Þetta gerir hann í fyrri umræðu í bæjarstjórn og aftur í grein í bæjarblaði í Kópavogi. Síðast þegar ég vissi og gáði þá er þessi fjárhagsáætlun sameiginleg og því allt að því barnalegt að taka ákveðin mál og segja „ég á ´etta!”

Ég gæti fallið í þessa gryfju og reynt að taka önnur mál sem minn flokkur lagði sérstaklega áherslu á og jafnvel endursagt hugmyndirnar á annan veg sem komu fram, en slíkt gerir fólk ekki sem er í samstarfi við aðra að góðum málum.

Þessi afstaða oddvitans er hins vegar birtingarmynd á því þegar meiri og minnihluti ákveða að vinna saman verður til ákveðinn pólitískur ómöguleiki, sér í lagi á kosningaári. Ég hef því ákveðið að hnýta ekki í oddvitann fyrir þetta heldur vil ég miklu frekar þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við afgreiðslu þessarar áætlunar.

Okkur er stundum vorkunn í bæjarmálunum þar sem að pólitískur ágreiningur er lítill og er það því erfitt að vilja ekki hafa aðkomu að góðum hugmyndum. Við unnum þetta saman og í þeim góða anda verða bæjarbúar varir við mikilægar endurbætur, framkvæmdir og hógværar hækkanir og ígrundaðar lækkanir á gjaldskrám á komandi ári.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér