• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • 2022
  • 2023
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
    • 2023
    • 2022
    • 2021
    • 2020
    • 2019
    • 2018
    • 2017
    • 2016
    • 2012
    • 2011
    • 2010
    • 2009
    • 2008
    • 2007
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Við græðum öll á því að standa vel að móttöku flóttafólks

Við græðum öll á því að standa vel að móttöku flóttafólks
ritstjorn
04/04/2023
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Um þessar mundir eru liðnir rúmir þrettán mánuðir síðan fyrsta flóttafólkið hóf að koma sér fyrir á Íslandi í kjölfar innrásar Pútíns í Úkraínu. Strax í mars í fyrra voru komnir vel yfir 500 manns til landsins og síðan þá hafa að jafnaði komið 200 flóttamenn í hverjum einasta mánuði. Þetta fólk fær dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Meirihlutiþess hefur þegar ráðið sig til starfa hér á landi, eftir að hafa komið sér fyrir og náð áttum. Flest leggja áherslu á að fara sem fyrst út á vinnumarkaðinn og leggja mikið á sig til að finna vinnu. Þá hefur deildarstjóri flóttamannadeildar hjá Vinnumálastofnun lýst því yfir að atvinnurekendur séu bæði jákvæðir og ánægðir með starfsfólkið, sem er duglegt í vinnu.

Okkur ber skylda til að tryggja öryggi fólks sem er á flótta undan ofbeldi og ofsóknum. Við sem samfélag eigum að veita vernd og stuðning og tryggja að komið sé fram við fólk, sem neyðist til að flýja stríðshrjáð heimalönd sín, af reisn og virðingu. Með því að opna dyr okkar fyrir flóttafólki erum við að uppfylla skyldur okkar sem ábyrgir meðlimir alþjóðasamfélagsins. Móttaka flóttafólks hefur verulegan efnahagslegan ávinning, bæði fyrir Kópavogsbæ sem og á landsvísu. Fólk sem flytur hingað býr yfir dýrmætri kunnáttu og reynslu sem getur eflt hagkerfið. Það stofnar jafnvel fyrirtæki sem skapa störf og örva hagvöxt. Raunar hafa rannsóknir sýnt að innkoma flóttafólks í samfélög hefur jákvæð áhrif á atvinnulífið, þar sem framlag þess vegur upp á móti kostnaði við búsetu. Móttaka flóttafólks er auk þess heilt yfir auðgandi fyrir samfélagið okkar. Fólk sem hingað kemur flytur með sér fjölbreytta menningu, tungumál og hefðir sem geta bætt skilning okkar og víkkað sjóndeildarhringinn.

Auðvitað felast áskoranir í því að taka á móti flóttafólki. Aðlögunarferlið getur verið flókið á báða bóga og oft þarf að yfirstíga tungumála-og menningarlegar hindranir. Svo ekki sé minnst á að mörg sem hingað koma hafa jafnvel upplifað mikil og flókin áföll vegna stríðsátakanna í heimalandi þeirra. En þessar áskoranir er hægt að takast á við með markvissum stuðningi og fjárfestingu í menntun og fræðslu. Með því að veita flóttafólki þau tæki og tól sem það þarf til að ná árangri getum við hjálpað því að aðlagast og dafna í nýju samfélagi.

Ég tel að okkur sem samfélagi beri siðferðisleg skylda til að taka á móti flóttafólki og ég er sannfærð um að það skili miklum ávinningi, bæði fyrir þau sem hingað koma sem og okkur sem tökum á móti þeim. Með því að vinna saman að því að veita flóttafólki stuðning og tækifæri getum við skapað blómlegt samfélag án aðgreiningar.

Fyrir um ári síðan staðfesti þáverandi bæjarstjóri að Kópavogsbær væri kominn á lista yfirsveitarfélög sem ætluðu að taka þátt í samræmdri móttöku flóttafólks. Á sama tíma og fjölmörg önnur sveitarfélög hafa gengið frá slíkum samstarfssamningi við ríkið hefur enginn slíkur samningur litið dagsins ljós fyrir Kópavog. Þar af leiðandi er sveitarfélagið ekki að fá neina meðgjöf frá ríkinu, fyrir það fólk sem hefur þó engu að síður komið og sest hér að. Brýnt er að flýta samningsgerð eins og hægt er til að gæta bæði hagsmuna flóttafólks og bæjarins. Með því að taka fljótt og vel á móti fólki má styðja það til virkrar þátttöku í samfélaginu

EfnisorðefstflóttafólkSigurbjörg Erlaumræðan
Aðsent
04/04/2023
ritstjorn

EfnisorðefstflóttafólkSigurbjörg Erlaumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Suss…

    Það ætti öllum Kópavogsbúum að vera orðið ljóst að samstaðan í bæjarstjórn Kópavogs er engin síðan nýr...

    ritstjorn 19/05/2023
  • Lesa meira
    Förum við vel með útsvarið?

    Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi Kópavogsbæ erindi nýverið eftir að hafa yfirfarið fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2023....

    ritstjorn 05/04/2023
  • Lesa meira
    Þar sem menningin blómstrar

    Kópavogur er þekktur fyrir blómlega menningu og hefur á liðnum árum lagt töluvert upp úr því að...

    ritstjorn 23/02/2023
  • Lesa meira
    Íþróttir eru mikilvægar

    Nýlega var haldin íþróttahátíð Kópavogs þar sem afreksfólk í hinum ýmsu íþróttagreinum fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn...

    ritstjorn 02/02/2023
  • Lesa meira
    Metnaðarlaust klúður og sjónhverfingar

    Þessi samantekt er viðbragð mitt við yfirlýsingum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Hjördísar Ýrar Johnson, sem birtist í...

    ritstjorn 29/01/2023
  • Lesa meira
    Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

    Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta yfir farinn veg....

    ritstjorn 19/12/2022
  • Lesa meira
    Hverjum þjóna bæjaryfirvöld í Kópavog?

    Aðsent: Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 13. september sl. hvöttum við nýtt fólk í bæjarstjórn Kópavogs...

    ritstjorn 28/09/2022
  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Íþróttir eru mikilvægar
    Aðsent02/02/2023
  • Lionsklúbburinn Eir heldur fund um kvennheilsu og breytingaskeið  
    Á döfinni30/01/2023
  • Þar sem menningin blómstrar
    Aðsent23/02/2023
  • Við græðum öll á því að standa vel að móttöku flóttafólks
    Aðsent04/04/2023
  • Suss…
    Aðsent19/05/2023
  • Vortónleikar Samkórs Kópavogs
    Á döfinni24/04/2023
  • Förum við vel með útsvarið?
    Aðsent05/04/2023
  • Við græðum öll á því að standa vel að móttöku flóttafólks
    Aðsent04/04/2023
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Suss…
    Aðsent19/05/2023
  • Vortónleikar Samkórs Kópavogs
    Á döfinni24/04/2023
  • Förum við vel með útsvarið?
    Aðsent05/04/2023
  • Við græðum öll á því að standa vel að móttöku flóttafólks
    Aðsent04/04/2023

© 2022 Kópavogsblaðið slf.