Við lifum á tímum breytinga

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti BF Viðreisnar í Kópavogi.

Ákvarðanir um helstu hagsmuni bæjarbúa eiga að vera teknar eftir að farið hefur fram þarfagreining, áhættugreining eða afleiðingar þeirra teiknaðar upp til að sjá þær fyrir. Saman mótum við stefnur, setjum fram markmið og mælum árangur. Bæjarbúar eiga að vera spurðir um sínar þarfir og væntingar. Nútíminn krefst gagnsæis og samráðs.

Með framboði Bjartrar framtíðar árið 2014 lögðum við mikla áherslu á að stefnumótun til framtíðar yrði eitt af lykilatriðum í samstarfi við aðra flokka. Það skyldi ekki eingöngu vera texti á blaði og góðar fyrirætlanir heldur yrði stigin skref sem væru áþreifanleg og sýnileg. Stefnumótun og framtíðarsýn sem leggur grunn að auknu íbúalýðræði, faglegri vinnubrögðum og gagnsæi í stjórnsýslu voru okkar helstu fyrirheit.

Strax árið 2014 hófum við undirbúning að því verklagi sem nú er að skila sér í stefnumarkandi fjárhagsáætlun. Bæjarstjórn Kópavogs axlar sameiginlega ábyrgð á fjárhagsáætlun og samvinna, þvert á flokkslínur, hefur verið til fyrirmyndar. Við eigum því heildarstefnu sem tekur mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verklagið er í mínum huga árangursdrifið, skilvirkt, markvisst og það er faglegt. Stefnumótun allra sviða er tilbúin, aðgerðaráætlanir klárar, mælanleg markmið hafa verið sett upp og nú ráðstöfum við fjármagni í þau verkefni þar sem við viljum bæta árangur okkar. Þau verkefni eru svo bundin í mælanlegum markmiðum þannig að auðvelt er að sjá hvernig til hefur tekist. Það væri óskandi að hægt væri að þinglýsa þessari aðferðafræði við gerð fjárhagsáætlunar, íbúum Kópavogs til heilla. Það reynir nefnilega á hana við hverjar kosningar. Ég vona að hún lifi af þær sem fyrirhugaðar eru í vor. 

Meðfram öllu þessu höfum við breytt skipuriti Kópavogsbæjar, stofnað nýtt fjármálasvið sem rekur m.a innkaupadeild og hagdeild sem eru afar mikilvægar breytingar fyrir jafnstórt sveitarfélag og Kópavogsbær er.  Þannig náum við þéttara taki á stjórnartaumunum og eigum auðveldara með að gera betur. Kópavogsbær er á siglingu inn í framtíðina, stefnan er skýr, áhöfnin er samstíga og nú mælum við árangur okkar. Óskandi væri að bæjarstjórn Kópavogs gæti verið jafn farsæl í vinnubrögðum og verklagi í skipulagsmálum. Það er efni í aðra og lengri sögu sem sögð verður síðar. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Nýr meirihluti í Kópavogi 2014
Spjaldtölvuafhending_Hörðuvallaskóli3
screen-shot-2016-09-16-at-11-54-54
kopavogur
Sigurbj2019_vef
sigurbjorgegils
Rebokk fitness
Handsalað
Baejarskrifstofur Kopavogs