Video-markaðurinn með stóra vinninginn: Kópavogsbúi vann 4 milljónir

Video-markaðurinn í Hamraborg er landsfrægur fyrir gjöfula miða í happdrættinu.
Video-markaðurinn í Hamraborg er landsfrægur fyrir gjöfula miða í happdrættinu.


Í dag var dregið hjá Happdrætti DAS.  Stóri vinningurinn í þessari viku var tvær milljónir króna 
á einfaldan miða.  Eigandi miða hjá umboði Happdrætti DAS í Kópavogi átti tvöfaldan miða hjá Video-markaðnum og fékk því  fjórar milljónir í sinn vasa. Þessi ungi maður keypti miðana  þegar sölumenn frá Video-markaðnum voru að selja í Smáralindinni fyrir þremur árum.  Hefur hann einu sinni á þessum tíma fengið tíu þúsund krónur í vinning. Nú kom sá stóri eins og veiðimenn segja oft. Þeir greinilega fiska sem róa.

Í síðustu viku vann einn viðskiptamaður Video-markaðarins VW bjöllu að andvirði fimm milljón króna. Sá  miðaeigandi var með einfaldan miða.

Enn og aftur sannast að töfrar eru yfir Video-markaðnum í Hamraborg. Kannski álfarnir hafi flutt sig þangað?

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í