Í dag var dregið hjá Happdrætti DAS. Stóri vinningurinn í þessari viku var tvær milljónir króna á einfaldan miða. Eigandi miða hjá umboði Happdrætti DAS í Kópavogi átti tvöfaldan miða hjá Video-markaðnum og fékk því fjórar milljónir í sinn vasa. Þessi ungi maður keypti miðana þegar sölumenn frá Video-markaðnum voru að selja í Smáralindinni fyrir þremur árum. Hefur hann einu sinni á þessum tíma fengið tíu þúsund krónur í vinning. Nú kom sá stóri eins og veiðimenn segja oft. Þeir greinilega fiska sem róa.
Í síðustu viku vann einn viðskiptamaður Video-markaðarins VW bjöllu að andvirði fimm milljón króna. Sá miðaeigandi var með einfaldan miða.
Enn og aftur sannast að töfrar eru yfir Video-markaðnum í Hamraborg. Kannski álfarnir hafi flutt sig þangað?