Viðgerð á Kársnesskóla – kennsla færð í bæjarstjórnarsal

Endurbætur á húsnæði Kársnesskóla við Skólagerði hafa staðið yfir í vetur. Talið hafði verið að rakaskemmdir í byggingunni væru staðbundnar. Nýverið kom svo í ljós að þær kunna að vera dreifðari og bendir því flest til að ráðast þurfi í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Tekin hafa verið ný sýni víða í byggingunni en niðurstöður þeirra liggja ekki fyrir.

Kársnesskóli við Skólagerði. Mynd ja.is

Í tilkynningu frá bænum segir að vegna þeirrar óvissu og þess hversu líklegt er að ráðist verði í umfangsmeiri viðgerðir en ráðgert hafði verið, hafa bæjaryfirvöld í samráði við skólastjórnendur ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð stendur. 

Kársnesskóli við Skólagerði hýsir 1. til 4. bekk Kársnesskóla. Nemendur 1. bekkjar munu verða áfram í byggingunni, í álmu sem er nýuppgerð en nemendur 2. til 4. bekkjar verða fluttir í húsnæði Kársnesskóla við Vallargerði. Þá verða útbúnar kennslustofur fyrir nemendur  9. og 10. bekkjar í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, á 1. hæð Fannborgar 2 og þá verður útbúin kennslustofa í Fannborg 6. Stefnt er að því að þessir flutningar eigi sér stað þann 10. mars, þegar nemendur 9. og 10. bekkjar hafa lokið samræmd könnunarprófum. 

Bæjarstjórn Kópavogs mun funda í Gerðarsafni á meðan bæjarstjórnarsalurinn verður tekinn undir kennslu. 

Foreldrum nemenda hefur verið sent bréf með upplýsingum um flutningana þar sem fram kemur að leitast verði við að sem allra minnst rask verði á námi nemenda við tilfæringarnar. Stefnt er að því að viðgerð við húsið verði lokið eins fljótt og auðið er.

Þess má geta að bæjarráð Kópavogs samþykkti 16. febrúar að stofna vinnuhóp um framtíðarskipulag og þróun húsnæðis Kársnesskóla. Við þá vinnu verðu litið til endurnýjunar núverandi húsnæðis og stækkun skólans til framtíðar.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn