Víðtækar aðgerðir til að bregðast við Covid-19

Afgangur er á rekstri en ekki er gert ráð fyrir úthlutun lóða í áætlun bæjarins.

Viðbrögð bæjarstjórnar Kópavogs til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Kópavogi vegna áhrifa af Covid-19 voru samþykkt í bæjarráði Kópavogs í morgun.

Viðhalds og nýframkvæmdum verður flýtt. Bæjarstjórn Kópavogs leggur einnig áherslu á að í samvinnu við ríkið verði framkvæmdum innan Kópavogs hrundið af stað, þar á meðal lagningu Arnarnesvegar.

„Það er einhugur um víðtækar aðgerðir í Kópavogi til þess að bregðast við þessum óvenjulegu tímum,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogi í tilkynningu frá bænum.

Meðal þess sem gert verður í Kópavogi er að sumarstörfum verður fjölgað, þar sem áhersla er á fjölbreytni og hvatt til nýsköpunar og skapandi starfa. Leitað verður eftir samstarfi við  Nýsköpunarsjón námsmanna um útfærsluna. Stofnað verður til velferðarvaktar og  sumarúrræði fyrri börn í 1.-5.bekk verða aukin.

Þá verður viðhalds og nýframkvæmdum verður flýtt, svosem framkvæmdum og viðhaldi íþróttamannvirkja, framkvæmdum sem tengjast íbúaverkefninu Okkar Kópavogi, endurgerð Kópavogshælisins, ýmsum gatnaframkvæmdum auk þess sem viðhaldsframkvæmdum við göngu- og hjólreiðastíga með bætta lýsingu og aukið öryggi í huga verður flýtt.

Áður hafði bæjarráð samþykkt að veita afslátt á þjónustugjöldum leik- og grunnskóla og frístundaheimila, þar sem þjónusta hefur ekki verið nýtt vegna Covid-19. Einnig var samþykkt að veita greiðslufrest fasteignagjalda í samræmi við önnur sveitarfélög Kragans. 

Bæjarstjórn Kópavogs leggur einnig áherslu á að í samvinnu við ríkið verði framkvæmdum innan Kópavogs hrundið af stað, þar á meðal lagningu Arnarnesvegar, byggingu nýrra hjúkrunarrýma við Boðþing og framkvæmdum sem rúmast innan samgöngusáttmálans sem hafa verið í undirbúningi eins og göngu- og hjólreiðastíga. Þá verði byggðar stúdentaíbúðir á Kársnesi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar