Vignir Vatnar íslandsmeistari

p1000866
Íslandsmeistari barna í skák er Vignir Vatnar Stefánsson, nemandi í Hörðuvallarskóla.

Vignir Vatnar Stefánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, varð Íslandsmeistari barna í skáklistinni í ár í fjölmennu móti sem haldið var í Rimaskóla um helgina.  Mótið, sem er fyrir skákmenn 11 ára og yngri, er eitt helsta skákmót yngstu kynslóðarinnar ár hvert. Þátttaka var með miklum ágætum en 90 keppendur tóku þátt. Flestir sterkustu skákmenn í þessum aldursflokki voru mættir til leiks og komu keppedur frá allmörgum taflfélögum.

p1000860
Til úrslita léku þér Óskar Víkingur Davíðsson GM Helli og Vignir Vatnar Stefánsson TR.

Þegar leið á mótið kom í ljós að tveir keppendur voru í sérflokki: Vignir Vatnar Stefánsson TR og Óskar Víkingur Davíðsson GM Helli. Vignir hafði titil að verja og tefldi nú í síðasta sinn á þessu móti en Óskar Víkingur á enn eftir tvö ár í flokknum. Þegar þeir kappar komu í mark höfðu þeir aðeins tapað niður hálfum vinningi og það gegn hvor öðrum og því einvígi þeirra framundan.

Í einvíginu tefldu Vignir og Óskar tvær hörkuskákir. Skákirnar voru vel tefldar, en Vignir hafði betri stöðu nær allan tímann í báðum skákunum og pressaði smám saman á Óskar sem varðist þó frumlega en þurfti að lokum að játa sig sigraðan. Vignir Vatnar Stefánsson því Íslandsmeistari barna annað árið í röð og á verðlaunapalli fjórða árið í röð. Vigni þarf lítt að kynna íslenskum skákmönnum. Sigrar hans í barna- og unglingaflokki síðustu árum eru ótal margir og er hann m.a. ríkjandi Norðurlandameistari í yngsta flokki. Óskar Víkingur er átta ára gamall og hefur stundað skákina gríðarlega samviskusamlega síðustu misserin sem er að skila sér í miklum framförum. Í þriðja sæti varð Bjarki Arnaldarson TG-ingur. Bjarki er liðtækur í fleiri íþróttum en skákinni en hefur tekið jöfnum framförum síðustu árin og kemur þessi árangur lítið á óvart.

p1000854
Ekki bara efnilegir – heldur þrusugóðir skákmenn hér á ferð sem eiga framtíðina fyrir sér í skáklistinni.

www.skak.blog.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem