Vígsla fræðsluseturs í Guðmundarlundi

Fræðslusetur í Guðmundarlundi í Kópavogi var vígt við hátíðlega viðhöfn í vikunni.

Á myndinni eru Bernhard Jóhannesson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Guðni Th. Jóhanesson forseti Íslands og Kristinn H. Þorsteinsson formaður Skógræktarfélags Kópavogs auk fulltrúa skólabarna úr Kópavogi.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson formaður Skógræktarfélags Kópavogs tóku til máls við athöfnina. Þá gróðursettu börn úr Kópavogi tré í lundinum við hið nýja setur með dyggri aðstoð forseta Íslands, bæjarstjóra og fulltrúa Skógræktarfélags Kópavogs.

Fræðslusetrið verður meðal annars nýtt af leik- og grunnskólum í Kópavogi en stefnt er að því að í Guðmundarlundi verði boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu til útikennslu þar sem lögð verður sérstök áhersla á náttúrulæsi, umhverfis- og náttúruvernd og áhrif loftlagsbreytinga á umhverfið.

„Fræðslusetrið er í samræmi við þá áherslu sem við höfum lagt á útikennslu í skólastarfi í Kópavogi en í bænum eru útikennslustofur við alla skóla. Þá er áhersla á umhverfismál og áhrif loftslagsbreytinga mikilvæg og í takt við innleiðingu bæjarins á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, við tækifærið.

Húsið er í eigu Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs en skógrækt hefur verið í Guðmundarlundi frá sjöunda áratugnum og er svæðið mjög vinsælt til útivistar.

Vígsla setursins var haldin í tengslum við aðalfund Skógræktarfélag Íslands sem fram fer í Kópavogi 30. ágúst til 1. september.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,