Víkingur 2 fer vel af stað á Símamótinu


Það er ekta fótboltaveður í Kópavogsdalnum. Logn. Heitt. Og smá rigningarúði.

Stelpurnar í 7. flokki Víkings 2 eru til alls líklegar á Símamótinu í ár og fara vel af stað. Þær unnu mikilvægan sigur í sínum fyrsta leik í morgun gegn Breiðablik 4. Þetta var jafn og spennandi leikur en stelpurnar úr Fossvoginum höfðu sigur gegn þeim grænu 4:3.

Símamótið er komið í fullan gang og gleðin skín úr hverju andliti eins og sjá má.

Víkingar og Blikar gleðjast í leikslok.

Víkingar og Blikar gleðjast í leikslok.

10525457_938655809482643_1412270690_n 10563491_938656239482600_2073434425_n

10565747_938701192811438_1449652216_n 10567583_938718696143021_1523135513_n 10551853_938718636143027_660056008_n