• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

„Viljum að Gerðarsafn verði suðupottur sem flestir hafi skoðun á og vilji heimsækja“

„Viljum að Gerðarsafn verði suðupottur sem flestir hafi skoðun á og vilji heimsækja“
ritstjorn
06/10/2014

Þessa dagana er verið að fara yfir fjörutíu umsóknir sem hafa borist um starf listræns stjórnanda Gerðarsafns. Ráðið verður í starfið til fimm ára í senn. Guðbjörg Kristjánsdóttir lét nýlega af störfum sem forstöðumaður safnsins sem hún gegndi síðustu tuttugu ár. Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar, vonast til að fljótlega verði hægt að kynna nýjan listrænan stjórnanda Gerðarsafns til sögunnar. Verið sé að vinna að stefnumótun fyrir menningarmálin í heild í Kópavogi og þar undir sé einnig Gerðarsafn. Eitt af hlutverkum nýs listræns stjórnanda verði að móta listræna stefnu safnsins til næstu ára. Markmiðið er að auka aðsókn að safninu til muna, að sögn Örnu.

Hvað koma margir að meðaltali á Gerðarsafn á dag sem borga sig inn og hvað eru mörg stöðugildi í safninu?
„Flestir borga sig inn en það er frítt á miðvikudögum. Sömuleiðis er frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára, aldraða, öryrkja, námsmenn og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis. Sé litið á tölur fyrstu mánuði þessa árs, eru að meðaltali eitt þúsund gestir á mánuði. Í Gerðarsafni er heimild fyrir 2,8 stöðugildum; listrænum stjórnanda, aðstoðarmanni og tveimur í hálfu starfi í afgreiðslu. Þar fyrir utan þjónusta húsverðir allt svæðið á menningartorfunni og þar með Gerðarsafn. Það sama á við um þrif.

Er þessi aðsókn ásættanleg?
„Aðsókn í Gerðarsafn jókst árin á eftir hrun en dalaði svo aftur í fyrra og sú þróun hefur haldið áfram það sem af er ári. Auðvitað viljum við sjá meiri aðsókn en nú er og að því er stefnt. Við stöndum á ákveðnum tímamótum núna og í því felast tækifæri sem við ætlum að nýta okkur. Við erum til dæmis þessa stundina að vinna að allsherjar stefnumótun í menningarmálum bæjarins með það í huga að  móta betur heildarsýn okkar; stefnu, sérstöðu og áherslumál. Þannig viljum við skerpa sýn og forgangsraða í samræmi við það og gera enn betur en nú er gert bæjarbúum öllum til heilla. Í því sambandi ber að nefna að Gerðarsafn er klárlega eitt af flaggskipum bæjarins í menningarmálum og verður það eitt af verkefnum nýs listræns stjórnanda að finna leiðir til að ná til stærri hóps. Að lokinni heildarstefnumótun, sem vonandi lýkur fyrir aðventu, verður farið í að fylgja nýrri og skarpari sýn eftir meðal annars með öflugra markaðs – og kynningarstarfi. Síðan mun eitt leiða af öðru.“

Hvað varð um kaffihúsið í Gerðarsafni? Af hverju hætti það og stendur til að endurvekja það?
„Kaffihúsið í Gerðarsafni var lagt niður á erfiðum tímum, fáeinum árum eftir hrun þegar verið var að skera hér allt niður við trog, meðal annars í stjórnsýslu, í skólum og á fleiri stöðum. Rekstur kaffihússins var auk þess óhagkvæmur og greiddi bærinn milljónir á ári með því, hátt í ellefu milljónir á ári þegar mest var. En það er ekki þar með sagt að þarna verði aldrei aftur kaffihús. Við vitum að margir sakna þess. Þetta er því eitt af því sem verður skoðað í heildarstefnumótun okkar; hvort og þá hvernig því verður viðkomið og jafnvel hvort hægt verði að finna hagvæmari leiðir.“

Að mati listamanna sem við höfum rætt við hafa landkynninga- og fréttaljósmyndasýningar dregið úr vægi safnsins sem vettvangur samtímalistar. Ert þú sammála því?
„Nei, ekki þegar á heildina er litið. Blaðaljósmyndasýningin stendur til dæmis ekki mjög lengi og hefur verið vel sótt, sérstaklega fyrstu árin. Það er þó ekki þar með sagt að svona verði þetta um ókomin ár. Við leggjum áherslu á að nýr listrænn stjórnandi fái frjálsar hendur í þessum efnum. Það verður hans verkefni að móta listræna stefnu í samráði við lista – og menningarráð, innan þess ramma sem settur hefur verið utan um safnið, það er að segja að Gerðarsafn sé listasafn með megináherslu á nútíma- og samtímalist.“
Hver er hugmyndafræði Gerðarsafns?
„Gerðarsafn er rekið af almannafé og við viljum þess vegna einmitt að það verði sá suðupottur sem flestir hafi skoðun á og vilji sjá og heimsækja. Í því samhengi vil ég líka nefna að eitt af því sem unnið er að í stefnumótunarvinnunni er barnamenningin; og verður því skoðað hvernig efla megi menningarfræðslu barna- og ungmenna í Kópavogi. Gerðarsafn er þar líka í lykilhlutverki. Við viljum gjarnan tengja allar okkar menningarstofnanir við allt það góða menningar – og listastarf sem unnið er víða um bæ, hvort sem það er í Auðbrekkunni eða annars staðar. Stefnumótun þýðir að við erum opin fyrir öllum góðum hugmyndum sem geta eflt Kópavog sem menningarbæ, svo mikið að eftir verði tekið, innan bæjar sem utan,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar.

Efnisorð
Fréttir
06/10/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.