Vill að Innanríkisráðuneytið úrskurði um lögmæti samþykktar bæjarstjórnar og að Guðríður Arnardóttir segi af sér varaformennsku

Ómar Stefánsson,oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Ómar Stefánsson,oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir í færslu á Twitter að það sé lágmark að Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í bænum, þekki lög um fjármál sveitarfélaga. Hann fer fram á að hún segi af sér sem varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tilefnið er tillagan margfræga sem samþykkt var í bæjarstjórn í vikunni um húsnæðismál. Ómar segir að þar sem búið sé að samþykkja fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2014 verði þessi tillaga að fara í gegn sem viðauki við þá áætlun, en ekki sérstakur útgjaldaliður sem ákveðinn sé í skyndingu. Þetta hefði Guðríður átt að vita.

Ómar birtir í annarri twitter færslu mynd af bréfi sem hann hefur sent til Innanríkisráðuneytisins um að það úrskurði sérstaklega um lögmæti ákvörðunar bæjarstjórnar sem samþykkt var með stuðningi minnihlutans og Gunnars Birgissonar.

BeIEAvfIUAAxbq-

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar