Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir í færslu á Twitter að það sé lágmark að Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í bænum, þekki lög um fjármál sveitarfélaga. Hann fer fram á að hún segi af sér sem varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tilefnið er tillagan margfræga sem samþykkt var í bæjarstjórn í vikunni um húsnæðismál. Ómar segir að þar sem búið sé að samþykkja fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2014 verði þessi tillaga að fara í gegn sem viðauki við þá áætlun, en ekki sérstakur útgjaldaliður sem ákveðinn sé í skyndingu. Þetta hefði Guðríður átt að vita.
Ómar birtir í annarri twitter færslu mynd af bréfi sem hann hefur sent til Innanríkisráðuneytisins um að það úrskurði sérstaklega um lögmæti ákvörðunar bæjarstjórnar sem samþykkt var með stuðningi minnihlutans og Gunnars Birgissonar.