Vill að Innanríkisráðuneytið úrskurði um lögmæti samþykktar bæjarstjórnar og að Guðríður Arnardóttir segi af sér varaformennsku

Ómar Stefánsson,oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Ómar Stefánsson,oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir í færslu á Twitter að það sé lágmark að Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í bænum, þekki lög um fjármál sveitarfélaga. Hann fer fram á að hún segi af sér sem varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tilefnið er tillagan margfræga sem samþykkt var í bæjarstjórn í vikunni um húsnæðismál. Ómar segir að þar sem búið sé að samþykkja fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2014 verði þessi tillaga að fara í gegn sem viðauki við þá áætlun, en ekki sérstakur útgjaldaliður sem ákveðinn sé í skyndingu. Þetta hefði Guðríður átt að vita.

Ómar birtir í annarri twitter færslu mynd af bréfi sem hann hefur sent til Innanríkisráðuneytisins um að það úrskurði sérstaklega um lögmæti ákvörðunar bæjarstjórnar sem samþykkt var með stuðningi minnihlutans og Gunnars Birgissonar.

BeIEAvfIUAAxbq-

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem