• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Vill eftirlitsmyndavélar í Hamraborg

Vill eftirlitsmyndavélar í Hamraborg
ritstjorn
12/03/2014
Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður, segir að eftirlitsmyndavélar séu nauðsynlegar í Hamraborg.

Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður, segir að eftirlitsmyndavélar séu nauðsynlegar í Hamraborg.

Aðfaranótt bóndadagsins var brotist inn í Gullsmiðju Óla við Hamraborg 5. Þjófurinn, eða þjófarnir, létu greipar sópa og stálu munum og ollu tjóni sem nemur um átta hundruð þúsund krónum. „Við fengum að vera í friði í Hamraborginni í átta vikur og sex daga,“ segir Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður sem rekur gullsmiðjuna ásamt eiginkonu sinni, Eygló Sif Steindórsdóttur. „Árið 1993 opnuðum við hér á þessum sama stað og vorum til ársins 1999 þegar við stækkuðum við okkur. Við fórum síðan með verslunina í Smáralind og víðar og erum núna loksins komin heim í Hamraborgina eftir 20 ára fjarveru. En þá gerist svona. Aðkoman var alveg hræðileg. Það voru glerbrot út um allt og hurðin ónýt. Það lágu skart-gripir á gólfinu sem þjófurinn tók ekki séns á að taka með sér. Sem betur fer gerðist þetta um nótt en ekki um hábjartan dag og engu starfsfólki ógnað,“ segir Óli. „Þjófurinn tók gullskartgripi og gullhúðuð sýnishorn af trúlofunarhringum sem eru verðlaus fyrir hann en er mikið tjón fyrir okkur að missa.“

Er búið að finna þjófinn og þýfið?

„Það er búið að finna hluta af þýfinu. Grunur beinist að manni af erlendum uppruna þar sem þýfið fannst heima hjá honum. Ég er 99% viss að þessi maður var búinn að koma inn í búðina áður vegna þess að hann kom hér inni um dimma nótt og gekk  fram hjá tveimur skápum sem geymdu skartgripi en fór frekar beint í skáp með gulli. Hann vissi þá hvert hann var að fara. Þessi náungi sem lögreglan hefur grunaðan kom í verslunina tveimur dögum áður.“

Hefur eitthvað breyst í Hamraborginni frá því þið voruð þar áður með verslun?

„Þegar við vorum hér áður var Smáralindin ekki komin og uppbyggingin yfir gjána ekki hafin. Það er margt jákvætt að gerast hér. Hótel er að rísa og í fyrsta skipti förum við að sjá erlenda ferðamenn sem mun auka fjölbreytni. En varðandi glæpina þá eru þeir ekki fleiri nú en þeir voru áður. Það var fjórum sinnum brotist inn til okkar áður. Það sem þarf klárlega að gerast er að koma upp eftirlitsmyndavélum í Hamraborginni til að fæla þjófa frá. Ég hef rætt þetta við lögreeggluna sem tekur í sama streng. Fælingamáttur myndavélanna hefur virkað í miðborg Reykjavikur og það sama á að gilda hér. Þær skapa öryggi sem við eigum rétt á.“

oli3

Ófögur aðkoma í Gullsmiðju Óla við Hamraborg 5 sem fékk að vera átta vikur í friði frá innbrotsþjófum.

Ófögur aðkoma í Gullsmiðju Óla við Hamraborg 5 sem fékk að vera átta vikur í friði frá innbrotsþjófum.

 

Efnisorð
Fréttir
12/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.