Vill eftirlitsmyndavélar í Hamraborg

Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður, segir að eftirlitsmyndavélar séu nauðsynlegar í Hamraborg.
Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður, segir að eftirlitsmyndavélar séu nauðsynlegar í Hamraborg.

Aðfaranótt bóndadagsins var brotist inn í Gullsmiðju Óla við Hamraborg 5. Þjófurinn, eða þjófarnir, létu greipar sópa og stálu munum og ollu tjóni sem nemur um átta hundruð þúsund krónum. „Við fengum að vera í friði í Hamraborginni í átta vikur og sex daga,“ segir Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður sem rekur gullsmiðjuna ásamt eiginkonu sinni, Eygló Sif Steindórsdóttur. „Árið 1993 opnuðum við hér á þessum sama stað og vorum til ársins 1999 þegar við stækkuðum við okkur. Við fórum síðan með verslunina í Smáralind og víðar og erum núna loksins komin heim í Hamraborgina eftir 20 ára fjarveru. En þá gerist svona. Aðkoman var alveg hræðileg. Það voru glerbrot út um allt og hurðin ónýt. Það lágu skart-gripir á gólfinu sem þjófurinn tók ekki séns á að taka með sér. Sem betur fer gerðist þetta um nótt en ekki um hábjartan dag og engu starfsfólki ógnað,“ segir Óli. „Þjófurinn tók gullskartgripi og gullhúðuð sýnishorn af trúlofunarhringum sem eru verðlaus fyrir hann en er mikið tjón fyrir okkur að missa.“

Er búið að finna þjófinn og þýfið?

„Það er búið að finna hluta af þýfinu. Grunur beinist að manni af erlendum uppruna þar sem þýfið fannst heima hjá honum. Ég er 99% viss að þessi maður var búinn að koma inn í búðina áður vegna þess að hann kom hér inni um dimma nótt og gekk  fram hjá tveimur skápum sem geymdu skartgripi en fór frekar beint í skáp með gulli. Hann vissi þá hvert hann var að fara. Þessi náungi sem lögreglan hefur grunaðan kom í verslunina tveimur dögum áður.“

Hefur eitthvað breyst í Hamraborginni frá því þið voruð þar áður með verslun?

„Þegar við vorum hér áður var Smáralindin ekki komin og uppbyggingin yfir gjána ekki hafin. Það er margt jákvætt að gerast hér. Hótel er að rísa og í fyrsta skipti förum við að sjá erlenda ferðamenn sem mun auka fjölbreytni. En varðandi glæpina þá eru þeir ekki fleiri nú en þeir voru áður. Það var fjórum sinnum brotist inn til okkar áður. Það sem þarf klárlega að gerast er að koma upp eftirlitsmyndavélum í Hamraborginni til að fæla þjófa frá. Ég hef rætt þetta við lögreeggluna sem tekur í sama streng. Fælingamáttur myndavélanna hefur virkað í miðborg Reykjavikur og það sama á að gilda hér. Þær skapa öryggi sem við eigum rétt á.“

oli3

Ófögur aðkoma í Gullsmiðju Óla við Hamraborg 5 sem fékk að vera átta vikur í friði frá innbrotsþjófum.
Ófögur aðkoma í Gullsmiðju Óla við Hamraborg 5 sem fékk að vera átta vikur í friði frá innbrotsþjófum.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð