Vill eftirlitsmyndavélar í Hamraborg

Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður, segir að eftirlitsmyndavélar séu nauðsynlegar í Hamraborg.
Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður, segir að eftirlitsmyndavélar séu nauðsynlegar í Hamraborg.

Aðfaranótt bóndadagsins var brotist inn í Gullsmiðju Óla við Hamraborg 5. Þjófurinn, eða þjófarnir, létu greipar sópa og stálu munum og ollu tjóni sem nemur um átta hundruð þúsund krónum. „Við fengum að vera í friði í Hamraborginni í átta vikur og sex daga,“ segir Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður sem rekur gullsmiðjuna ásamt eiginkonu sinni, Eygló Sif Steindórsdóttur. „Árið 1993 opnuðum við hér á þessum sama stað og vorum til ársins 1999 þegar við stækkuðum við okkur. Við fórum síðan með verslunina í Smáralind og víðar og erum núna loksins komin heim í Hamraborgina eftir 20 ára fjarveru. En þá gerist svona. Aðkoman var alveg hræðileg. Það voru glerbrot út um allt og hurðin ónýt. Það lágu skart-gripir á gólfinu sem þjófurinn tók ekki séns á að taka með sér. Sem betur fer gerðist þetta um nótt en ekki um hábjartan dag og engu starfsfólki ógnað,“ segir Óli. „Þjófurinn tók gullskartgripi og gullhúðuð sýnishorn af trúlofunarhringum sem eru verðlaus fyrir hann en er mikið tjón fyrir okkur að missa.“

Er búið að finna þjófinn og þýfið?

„Það er búið að finna hluta af þýfinu. Grunur beinist að manni af erlendum uppruna þar sem þýfið fannst heima hjá honum. Ég er 99% viss að þessi maður var búinn að koma inn í búðina áður vegna þess að hann kom hér inni um dimma nótt og gekk  fram hjá tveimur skápum sem geymdu skartgripi en fór frekar beint í skáp með gulli. Hann vissi þá hvert hann var að fara. Þessi náungi sem lögreglan hefur grunaðan kom í verslunina tveimur dögum áður.“

Hefur eitthvað breyst í Hamraborginni frá því þið voruð þar áður með verslun?

„Þegar við vorum hér áður var Smáralindin ekki komin og uppbyggingin yfir gjána ekki hafin. Það er margt jákvætt að gerast hér. Hótel er að rísa og í fyrsta skipti förum við að sjá erlenda ferðamenn sem mun auka fjölbreytni. En varðandi glæpina þá eru þeir ekki fleiri nú en þeir voru áður. Það var fjórum sinnum brotist inn til okkar áður. Það sem þarf klárlega að gerast er að koma upp eftirlitsmyndavélum í Hamraborginni til að fæla þjófa frá. Ég hef rætt þetta við lögreeggluna sem tekur í sama streng. Fælingamáttur myndavélanna hefur virkað í miðborg Reykjavikur og það sama á að gilda hér. Þær skapa öryggi sem við eigum rétt á.“

oli3

Ófögur aðkoma í Gullsmiðju Óla við Hamraborg 5 sem fékk að vera átta vikur í friði frá innbrotsþjófum.
Ófögur aðkoma í Gullsmiðju Óla við Hamraborg 5 sem fékk að vera átta vikur í friði frá innbrotsþjófum.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér