Viltu tengja saman byggðina í nýjum miðbæ?

Á hugmyndastigi. Séð frá hringtorginu við Garðabæ og horft norður að Smáralind.
Á hugmyndastigi. Séð frá hringtorginu við Garðabæ og horft norður að Smáralind.
Á hugmyndastigi. Séð frá hringtorginu við Garðabæ og horft norður að Smáralind.
Kristinn Dagur Gissurarson er formaður Skipulagsnefndar Kópavogs og skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar
Kristinn Dagur Gissurarson er formaður Skipulagsnefndar Kópavogs og skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar

Nú liggur fyrir endurskoðun á skipulagi Glaðheima næst Reykjanesbrautinni og á Smárasvæðinu ofan við Smáralind. Mikilvægt er að vel takist til. Reykjanesbrautin er óneitanlega þrándur í götu þess að byggðin verði samfelld og vistvæn. Brautin sker bæjarfélagið í sundur og hamlar greiðum samgöngum í bæjarfélaginu en um leið er hún nauðsynleg flutningsæð fyrir íbúa til og frá vinnu og fyrir vöruflutninga hvers konar.

Hugsum til framtíðar

Nauðsynlegt er að hugsa út fyrir boxið þegar kemur að skipulagsmálum. Aðalatriðið er alltaf lífsgæði íbúanna í sinni víðustu mynd. Því ber okkur, er störfum að skipulagsmálum, að skoða möguleika og fýsileika þess að finna lausnir til hagsældar fyrir okkur og þá sem á eftir okkur koma. Framsóknarflokkurinn í Kópavogi vill kanna ítarlega möguleika þess að lækka Reykjanesbrautina á móts við Smáralind og alveg að hringtorginu við Garðabæ. Þá skapast möguleikar til þess að byggja yfir brautina og mynda samfellda íbúabyggð með almenningsgarði, verslun og þjónustu. Tenging við efri byggðir Kópavogs yrðu enn betri og öryggi yrði meira. Metnaður okkar framsóknarmanna stendur til þess að á þessu svæði rísi nýr miðborgarkjarni höfuðborgarsvæðisins, til heilla fyrir íbúa Kópavogs. Mannlíf gæti blómstrað í nýrri miðborg ef vel er vandað til verka.

Að mörgu þarf að hyggja ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Auknar tekjur bæjarins vegna meira byggingamagns færu væntanlega í kostnað vegna framkvæmdarinnar. En framtíðartekjur bæjarins myndu aukast með fleiri íbúum og fyrirtækjum. Semja þarf við Ríkið og vegagerðina um kostnaðarskiptingu þar sem um stofnbraut er að ræða.

Aðalatriðið er að við köstum ekki tækifærinu frá okkur án þess að skoða það verulega vel. Byggjum upp enn betri Kópavog. Þinn stuðningur skiptir máli.

X-B

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,