Viltu tengja saman byggðina í nýjum miðbæ?

Á hugmyndastigi. Séð frá hringtorginu við Garðabæ og horft norður að Smáralind.
Á hugmyndastigi. Séð frá hringtorginu við Garðabæ og horft norður að Smáralind.
Kristinn Dagur Gissurarson er formaður Skipulagsnefndar Kópavogs og skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar
Kristinn Dagur Gissurarson er formaður Skipulagsnefndar Kópavogs og skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar

Nú liggur fyrir endurskoðun á skipulagi Glaðheima næst Reykjanesbrautinni og á Smárasvæðinu ofan við Smáralind. Mikilvægt er að vel takist til. Reykjanesbrautin er óneitanlega þrándur í götu þess að byggðin verði samfelld og vistvæn. Brautin sker bæjarfélagið í sundur og hamlar greiðum samgöngum í bæjarfélaginu en um leið er hún nauðsynleg flutningsæð fyrir íbúa til og frá vinnu og fyrir vöruflutninga hvers konar.

Hugsum til framtíðar

Nauðsynlegt er að hugsa út fyrir boxið þegar kemur að skipulagsmálum. Aðalatriðið er alltaf lífsgæði íbúanna í sinni víðustu mynd. Því ber okkur, er störfum að skipulagsmálum, að skoða möguleika og fýsileika þess að finna lausnir til hagsældar fyrir okkur og þá sem á eftir okkur koma. Framsóknarflokkurinn í Kópavogi vill kanna ítarlega möguleika þess að lækka Reykjanesbrautina á móts við Smáralind og alveg að hringtorginu við Garðabæ. Þá skapast möguleikar til þess að byggja yfir brautina og mynda samfellda íbúabyggð með almenningsgarði, verslun og þjónustu. Tenging við efri byggðir Kópavogs yrðu enn betri og öryggi yrði meira. Metnaður okkar framsóknarmanna stendur til þess að á þessu svæði rísi nýr miðborgarkjarni höfuðborgarsvæðisins, til heilla fyrir íbúa Kópavogs. Mannlíf gæti blómstrað í nýrri miðborg ef vel er vandað til verka.

Að mörgu þarf að hyggja ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Auknar tekjur bæjarins vegna meira byggingamagns færu væntanlega í kostnað vegna framkvæmdarinnar. En framtíðartekjur bæjarins myndu aukast með fleiri íbúum og fyrirtækjum. Semja þarf við Ríkið og vegagerðina um kostnaðarskiptingu þar sem um stofnbraut er að ræða.

Aðalatriðið er að við köstum ekki tækifærinu frá okkur án þess að skoða það verulega vel. Byggjum upp enn betri Kópavog. Þinn stuðningur skiptir máli.

X-B

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Screen Shot 2015-03-15 at 10.45.29
svifryk
box
Pétur Hrafn Sigurðsson
Hjálparsveit skáta í Kópavogi
gymheilsa.is-11-660×240
Guðmundur Ingi Kristinsson skipar 1. sæti fyrir Flokk fólksins í Suðvesturkjördæmi.
Gunnarsholmi_svaedid_1
Helgi Pétursson