Viltu tengja saman byggðina í nýjum miðbæ?

Á hugmyndastigi. Séð frá hringtorginu við Garðabæ og horft norður að Smáralind.
Á hugmyndastigi. Séð frá hringtorginu við Garðabæ og horft norður að Smáralind.
Kristinn Dagur Gissurarson er formaður Skipulagsnefndar Kópavogs og skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar
Kristinn Dagur Gissurarson er formaður Skipulagsnefndar Kópavogs og skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar

Nú liggur fyrir endurskoðun á skipulagi Glaðheima næst Reykjanesbrautinni og á Smárasvæðinu ofan við Smáralind. Mikilvægt er að vel takist til. Reykjanesbrautin er óneitanlega þrándur í götu þess að byggðin verði samfelld og vistvæn. Brautin sker bæjarfélagið í sundur og hamlar greiðum samgöngum í bæjarfélaginu en um leið er hún nauðsynleg flutningsæð fyrir íbúa til og frá vinnu og fyrir vöruflutninga hvers konar.

Hugsum til framtíðar

Nauðsynlegt er að hugsa út fyrir boxið þegar kemur að skipulagsmálum. Aðalatriðið er alltaf lífsgæði íbúanna í sinni víðustu mynd. Því ber okkur, er störfum að skipulagsmálum, að skoða möguleika og fýsileika þess að finna lausnir til hagsældar fyrir okkur og þá sem á eftir okkur koma. Framsóknarflokkurinn í Kópavogi vill kanna ítarlega möguleika þess að lækka Reykjanesbrautina á móts við Smáralind og alveg að hringtorginu við Garðabæ. Þá skapast möguleikar til þess að byggja yfir brautina og mynda samfellda íbúabyggð með almenningsgarði, verslun og þjónustu. Tenging við efri byggðir Kópavogs yrðu enn betri og öryggi yrði meira. Metnaður okkar framsóknarmanna stendur til þess að á þessu svæði rísi nýr miðborgarkjarni höfuðborgarsvæðisins, til heilla fyrir íbúa Kópavogs. Mannlíf gæti blómstrað í nýrri miðborg ef vel er vandað til verka.

Að mörgu þarf að hyggja ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Auknar tekjur bæjarins vegna meira byggingamagns færu væntanlega í kostnað vegna framkvæmdarinnar. En framtíðartekjur bæjarins myndu aukast með fleiri íbúum og fyrirtækjum. Semja þarf við Ríkið og vegagerðina um kostnaðarskiptingu þar sem um stofnbraut er að ræða.

Aðalatriðið er að við köstum ekki tækifærinu frá okkur án þess að skoða það verulega vel. Byggjum upp enn betri Kópavog. Þinn stuðningur skiptir máli.

X-B

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér