Leik- og grunnskólabörn í Kópavogi ásamt starfsfólki gengu gegn einelti í fjórða sinn í ár. Vináttuganga var í öllum skólahverfum bæjarins og var hún nú haldin í fjórða sinn. Vegna veðurs frestuðu flestir skólanna sinni dagskrá til miðvikudagsins 9. nóvember að undaskildu Kóra- og Salahverfi. Markmið Vináttugöngunnar er að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar og benda á að einelti er ofbeldi sem ekki verður liðið.
Gangan eflir samstöðu og vináttu barna og hefur þannig haft jákvæð áhrif á skólastarf í bænum. Með göngunni leggur Kópavogsbær sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn einelti.