• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Vindmylla fyrir utan gistiheimili á Borgarholtsbraut.

Vindmylla fyrir utan gistiheimili á Borgarholtsbraut.
ritstjorn
30/07/2013

Á lóðinni fyrir framan Borgarholtsbraut 44 er falleg vindmylla sem vekur athygli vegfarenda. Það eru þau hjónin Sigríður Þorbjarnardóttir og Þórhallur Ásgeirsson, sem eiga og reka gistiheimilið BB44, sem hafa vindmylluna fyrir utan gistiheimilið sitt.

Sigríður Þorbjarnardóttir og Þórhallur Ásgeirsson, eigendur og frumkvöðlar gistiheimila í Kópavogi.

Sigríður Þorbjarnardóttir og Þórhallur Ásgeirsson, eigendur og frumkvöðlar gistiheimila í Kópavogi.

-Af hverju eruð þið með vindmyllu?

„Okkur finnst hún bara svo frábærlega flott! Við sáum hana auglýsta á netinu og fórum alla leið inn í Hvalfjörð til að ná í hana. Svo er hún máluð í Kópavogslitunum og við höfum hana bara hérna til skrauts,“ segir Sigríður. „Gestirnir okkar taka eftir þessu og hún vekur alltaf jafn mikið umtal. Við vitum ekki til þess að það sé önnur vindmylla í Kópavogi en það væri gaman að fá að heyra af því ef svo er.“

Glæsileg vindmylla fyrir utan gistiheimilið BB44.

Glæsileg vindmylla fyrir utan gistiheimilið BB44.

-Eruð þið lengi búin að vera með gistihús í Kópavogi?

„Já, það má segja að við séum frumkvöðlar í gistiheimilabransanum í Kópavogi,“ segir Sigriður og hlær. „Við byrjuðum árið 1997 með 5 herbergi á Borgarholtsbraut, löngu áður en skriða ferðamanna til landsins kom af fullri alvöru. Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur en við erum líka með annað gistiheimili á Nýbýlavegi 16 með 10 herbergi. Það er oftast alveg upppantað hjá okkur. Svo rekum við líka bílaleigu með 27 bíla, þannig að það er í nógu að snúast,“ segir Sigriður.

-Hvaðan koma flestir gestir?

„Þeir koma nú frá öllum heimshornum. Í fyrra voru það kannski Norðmenn og Frakkar sem voru mest áberandi en núna eru það Ítalarnir sem minna helst á sig. Hingað koma ferðamenn frá öllum löndum og við kappkostum að láta þeim öllum líða vel og að þeir séu velkomnir hingað í Kópavoginn,“ segir Sigriður Þorbjarnardóttir, eigandi, framkvæmdarstjóri, sölustjóri, matreiðslukona, skúringakona, herbergisþerna og allt í öllu hjá gistiheimilinu BB44 á Borgarholtsbraut.

Mynd af Þórhalli með Obama á góðri stund. "Ég hef þetta hérna uppi á hillunni í gríni. Mér finnst gaman að fíflast stundum í gestunum. Það taka rosalega fáir eftir að þetta er Photoshop, en fólk rekur í rogastans!" segir Þórhallur og skellihlær.

Mynd af Þórhalli með Obama á góðri stund. „Ég hef þetta hérna uppi á hillunni í gríni. Mér finnst gaman að fíflast stundum í gestunum. Það taka rosalega fáir eftir að þetta er Photoshop, en fólk rekur í rogastans!“ segir Þórhallur og skellihlær.

Efnisorð
Fréttir
30/07/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.