Sumargleði vina Hlíðargarðsins (myndir):


Hlíðargarður er hinn eiginlegi skrúðgarður Kópavogs. Garðurinn var hannaður af Johanni Schröder um miðja síðustu öld og minnir á garða í Versölum, þegar horft er niður tröppurnar. Hlíðargarður liggur á milli Hlíðarhvamms og Lindarhvamms í Kópavogi og sést hvergi frá götu. Hann er því falin perla sem fáir aðrir en rótgrónir Kópavogsbúar þekkja til. 

Frá sumarhátíð í Hlíðargarði á dögunum.  Mynd: Markaðsstofa Kópavogs.

Frá sumarhátíð í Hlíðargarði á dögunum.
Mynd: Markaðsstofa Kópavogs.

Vinir Hlíðargarðs tóku með sér grill, boðið var upp á skemmtiatriði fyrir börnin og fólk gerði sér glaðan dag í þessum fallega garði á dögunum, eins og myndirnar bera með sér.

18977_619035008114500_873629003_n 33948_619036548114346_1852039003_n 942427_619035194781148_677105177_n 1004487_619034714781196_1895953487_n

-Myndir: Markaðsstofa Kópavogs.