Vinir Kópavogs bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningunum í vor

Frá félagsfundi Vina Kópaovgs sem haldinn var í Kársnesskóla í gær. Þar var ákveðið að bjóða fram lista í næstu sveitarstjórnarkosningum. Mynd: Kolbeinn Reginsson.

Félagið Vinir Kópavogs er sprottið upp úr andstöðu íbúa Hamraborgar við fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg og Fannborg og því sem félagsmenn upplifa sem samráðsleysi frá hendi bæjaryfirvalda. Samráð er sagt til málamynda og eðlilegs jafnræðis er ekki gætt, að mati félagsmanna Vina Kópavogs.

Félagsmenn Vina Kópavogs upplifa samráðsleysi frá bæjaryfirvöldum.

Félagið var stofnað í október 2021 með það að markmiði að veita Kópavogsbúum vettvang til að ræða málefni Kópavogsbæjar. Einnig er markmiðið að veita bæjaryfirvöldum aðstoð og aðhald í stefnumarkandi málum fyrir Kópavogsbæ sem miða að því að styðja þróun mannvæns samfélags og umhverfis. Þá er félagið vettvangur fyrir að veita bæjaryfirvöldum aðstoð og aðhald í stefnumarkandi málum fyrir Kópavogsbæ sem miðar að þvi að styðja þróun mannvæns samfélags og umhverfis.

„Bæjaryfirvöld veita þeim sem hyggjast hagnast fjárhagslega á lóðarréttindum heimild til að vinna beint að gerð skipulags, en sjónarmið íbúa á svæðinu og Kópavogsbúa almennt fyrir borð borin. Afleiðingin birtist sem skelfileg skipulagsmistök og dapurt mannlíf,“ sagði í tilkynningu frá Vinum Kópavogs áður en félagið var formlega stofnað í fyrra.

Á félagsfundi Vina Kópavogs, sem haldinn var í Kárnesskóla í gær, var ákveðið að bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. Stjórn félagsins hefur það verkefni núna að stilla upp lista. Hafa þarf hraðar hendur því stutt er í kosningarnar í maí. Mun listi Vina Kópavogs verða kynntur á næstu dögum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

IMG_8109
menningarhus-1
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Saga Kópavogs
IMG_20140507_110830
Riff-undirritun2
gymheilsa.is-11-660×240
skidi
Ingibjorg Hinriksdottir