Félagið Vinir Kópavogs er sprottið upp úr andstöðu íbúa Hamraborgar við fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg og Fannborg og því sem félagsmenn upplifa sem samráðsleysi frá hendi bæjaryfirvalda. Samráð er sagt til málamynda og eðlilegs jafnræðis er ekki gætt, að mati félagsmanna Vina Kópavogs.
Félagið var stofnað í október 2021 með það að markmiði að veita Kópavogsbúum vettvang til að ræða málefni Kópavogsbæjar. Einnig er markmiðið að veita bæjaryfirvöldum aðstoð og aðhald í stefnumarkandi málum fyrir Kópavogsbæ sem miða að því að styðja þróun mannvæns samfélags og umhverfis. Þá er félagið vettvangur fyrir að veita bæjaryfirvöldum aðstoð og aðhald í stefnumarkandi málum fyrir Kópavogsbæ sem miðar að þvi að styðja þróun mannvæns samfélags og umhverfis.
„Bæjaryfirvöld veita þeim sem hyggjast hagnast fjárhagslega á lóðarréttindum heimild til að vinna beint að gerð skipulags, en sjónarmið íbúa á svæðinu og Kópavogsbúa almennt fyrir borð borin. Afleiðingin birtist sem skelfileg skipulagsmistök og dapurt mannlíf,“ sagði í tilkynningu frá Vinum Kópavogs áður en félagið var formlega stofnað í fyrra.
Á félagsfundi Vina Kópavogs, sem haldinn var í Kárnesskóla í gær, var ákveðið að bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. Stjórn félagsins hefur það verkefni núna að stilla upp lista. Hafa þarf hraðar hendur því stutt er í kosningarnar í maí. Mun listi Vina Kópavogs verða kynntur á næstu dögum.