Vinir Kópavogs bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningunum í vor

Frá félagsfundi Vina Kópaovgs sem haldinn var í Kársnesskóla í gær. Þar var ákveðið að bjóða fram lista í næstu sveitarstjórnarkosningum. Mynd: Kolbeinn Reginsson.

Félagið Vinir Kópavogs er sprottið upp úr andstöðu íbúa Hamraborgar við fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg og Fannborg og því sem félagsmenn upplifa sem samráðsleysi frá hendi bæjaryfirvalda. Samráð er sagt til málamynda og eðlilegs jafnræðis er ekki gætt, að mati félagsmanna Vina Kópavogs.

Félagsmenn Vina Kópavogs upplifa samráðsleysi frá bæjaryfirvöldum.

Félagið var stofnað í október 2021 með það að markmiði að veita Kópavogsbúum vettvang til að ræða málefni Kópavogsbæjar. Einnig er markmiðið að veita bæjaryfirvöldum aðstoð og aðhald í stefnumarkandi málum fyrir Kópavogsbæ sem miða að því að styðja þróun mannvæns samfélags og umhverfis. Þá er félagið vettvangur fyrir að veita bæjaryfirvöldum aðstoð og aðhald í stefnumarkandi málum fyrir Kópavogsbæ sem miðar að þvi að styðja þróun mannvæns samfélags og umhverfis.

„Bæjaryfirvöld veita þeim sem hyggjast hagnast fjárhagslega á lóðarréttindum heimild til að vinna beint að gerð skipulags, en sjónarmið íbúa á svæðinu og Kópavogsbúa almennt fyrir borð borin. Afleiðingin birtist sem skelfileg skipulagsmistök og dapurt mannlíf,“ sagði í tilkynningu frá Vinum Kópavogs áður en félagið var formlega stofnað í fyrra.

Á félagsfundi Vina Kópavogs, sem haldinn var í Kárnesskóla í gær, var ákveðið að bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. Stjórn félagsins hefur það verkefni núna að stilla upp lista. Hafa þarf hraðar hendur því stutt er í kosningarnar í maí. Mun listi Vina Kópavogs verða kynntur á næstu dögum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar