Vinir Kópavogs vara við harmleik

Auglýsing Vina Kópavogs hefur vakið athygli.

Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í Hamraborg og sjálfsagt vísað í umdeild uppbyggingaráform í Fannborg og Hamraborg. Vísað er í frægt sturtuatriði í Hitchcock myndinni Psycho sem líklega er þekktasta hryllingsmynd allra tíma.

Kolbeinn Reginsson, sem skipar 2. sæti á lista Vina Kópavogs, segir atriðið vera viðeigandi til að vekja athygli íbúa. „Atriðið fangar stemninguna þegar íbúarnir átta sig á að Kópavogsbær hefur leyft fjárfestum að reisa 18 hæða hótelbyggingu nokkrum metrum fyrir framan heimili þeirra algerlega þeim að óvörum, alveg eins og atriði úr hryllingsmynd.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem