Vinir Kópavogs vara við harmleik

Auglýsing Vina Kópavogs hefur vakið athygli.

Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í Hamraborg og sjálfsagt vísað í umdeild uppbyggingaráform í Fannborg og Hamraborg. Vísað er í frægt sturtuatriði í Hitchcock myndinni Psycho sem líklega er þekktasta hryllingsmynd allra tíma.

Kolbeinn Reginsson, sem skipar 2. sæti á lista Vina Kópavogs, segir atriðið vera viðeigandi til að vekja athygli íbúa. „Atriðið fangar stemninguna þegar íbúarnir átta sig á að Kópavogsbær hefur leyft fjárfestum að reisa 18 hæða hótelbyggingu nokkrum metrum fyrir framan heimili þeirra algerlega þeim að óvörum, alveg eins og atriði úr hryllingsmynd.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar