Vinnum frekar saman bæjarstjóri!

Eitthvað hefur nýráðinn bæjarstjóri verið úrillur á bæjarráðsfundi snemmendis 28. ágúst sl.

Við sem komum frá Samfylkingunni og Vinstri grænum og félagshyggjufólki höfðum sett fram brýningu í bókun þegar ljóst var að frekar dauft var yfir starfi skólanefndar og gert ráð fyrir frekar fáum fundum til áramóta. Sveitarfélög af svipaðri stærð höfðu þar til lok ágúst fundað 3-4 sinnum í sínum skólanefndum frá kosningum.

Í málefnasamningi meirihlutans er einmitt lögð áhersla á skólamálin og eflingu skólastarfs. Vildum við með eftirfarandi bókun brýna meirihlutann til góðra verka. Almennt var tekið vel í þessa brýningu og jákvætt tekið í þá hugmynd að fjölga fundum á nýju fjárhagsári. Tillagan er hér svo fólk getur metið:

25.8.2014

Bergljót Kristinsdóttir fulltrúi Samfylkingar og Gísli Baldvinsson fulltrúi Vinstri grænna og félagshyggjufólks, lögðu fram eftirfarandi bókun:

„1. Skólanefnd er ekki boðuð til starfa fyrr en við lok ágústsmánaðar eftir að allt skólahald er hafið og undirbúningur að baki. Ef litið er til bæjarfélaga af svipaðri stærð sést að haldnir hafa verið 2- 3 fundir eftir bæjarstjórnarkosningar.

2. Fjöldi funda fram að áramótun er i knappara lagi. Til að mynda er einungis gert ráð fyrir einum fundi í október, en þá fer fram mótun fjárhagsáætlunar fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn. Áréttað er um leið að saman fer faglegt og fjárhagslegt samráð við fastanefndir bæjarstjórnar.

3. Aðferðafræði sem notuð er við útdeilingu fjármagns til skóla bæjarins liggur ekki fyrir hjá Skólanefnd. Við gerum kröfu um að Skólanefnd fái upplýsingar um þá aðferðafræði sem nú er notuð.

4. Skólanefnd þarf að hafa aðkomu að áætlanagerð sem snýr að skólastarfi í bænum. Við teljum það sjálfsagt vinnulag að Skólanefnd yfirfari áætlanagerð á vinnslustigi áætlanagerðar.

Meirihlutinn hefur lagt á það áherslu að leggja beri áherslu á skólahald í málefnasamningi sínum og eru það því vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir meira samráði og samvinnu í skólanefnd.“

En. . . þá kemur þetta frá bæjarstjóranum á fundi bæjarráðs:

Bæjarráð – 2740

28.8.2014

[hann svarar efnislegum athugasemdum]

[…]Það vekur furðu að minnihlutinn í skólanefnd skuli hefja starf nýrrar nefndar á bókun af þessum toga og ber ekki skilaboð um vilja til uppbyggilegs samstarfs um skóla í forystu í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson“

Hvernig í ósköpunum getur maðurinn fengið þennan skilning? Getur verið að hann átti sig á því að þegar hvatt er til meiri samráðs og fundarhalda þá er það gert í uppbyggilegum tilgangi?

Þessir fulltrúar voru að minnsta kosti læsir á tillöguna.

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Undirrituð leggja áherslu á gott samstarf og metnaðarfullt starf í skólanefnd. Bókun fulltrúa VG og Samfylkingar í nefndinni lýtur fyrst og fremst að því að brýna nefndina til góðra verka.
Kristín Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson.“

Nú er það von mín að bæjarstjórinn sjái ljósið og hætti þessu þvargi. Hann var ekki ráðinn til þess.

Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi:

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn