• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Vinnum frekar saman bæjarstjóri!

Vinnum frekar saman bæjarstjóri!
ritstjorn
03/09/2014

Eitthvað hefur nýráðinn bæjarstjóri verið úrillur á bæjarráðsfundi snemmendis 28. ágúst sl.

Við sem komum frá Samfylkingunni og Vinstri grænum og félagshyggjufólki höfðum sett fram brýningu í bókun þegar ljóst var að frekar dauft var yfir starfi skólanefndar og gert ráð fyrir frekar fáum fundum til áramóta. Sveitarfélög af svipaðri stærð höfðu þar til lok ágúst fundað 3-4 sinnum í sínum skólanefndum frá kosningum.

Í málefnasamningi meirihlutans er einmitt lögð áhersla á skólamálin og eflingu skólastarfs. Vildum við með eftirfarandi bókun brýna meirihlutann til góðra verka. Almennt var tekið vel í þessa brýningu og jákvætt tekið í þá hugmynd að fjölga fundum á nýju fjárhagsári. Tillagan er hér svo fólk getur metið:

25.8.2014

Bergljót Kristinsdóttir fulltrúi Samfylkingar og Gísli Baldvinsson fulltrúi Vinstri grænna og félagshyggjufólks, lögðu fram eftirfarandi bókun:

„1. Skólanefnd er ekki boðuð til starfa fyrr en við lok ágústsmánaðar eftir að allt skólahald er hafið og undirbúningur að baki. Ef litið er til bæjarfélaga af svipaðri stærð sést að haldnir hafa verið 2- 3 fundir eftir bæjarstjórnarkosningar.

2. Fjöldi funda fram að áramótun er i knappara lagi. Til að mynda er einungis gert ráð fyrir einum fundi í október, en þá fer fram mótun fjárhagsáætlunar fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn. Áréttað er um leið að saman fer faglegt og fjárhagslegt samráð við fastanefndir bæjarstjórnar.

3. Aðferðafræði sem notuð er við útdeilingu fjármagns til skóla bæjarins liggur ekki fyrir hjá Skólanefnd. Við gerum kröfu um að Skólanefnd fái upplýsingar um þá aðferðafræði sem nú er notuð.

4. Skólanefnd þarf að hafa aðkomu að áætlanagerð sem snýr að skólastarfi í bænum. Við teljum það sjálfsagt vinnulag að Skólanefnd yfirfari áætlanagerð á vinnslustigi áætlanagerðar.

Meirihlutinn hefur lagt á það áherslu að leggja beri áherslu á skólahald í málefnasamningi sínum og eru það því vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir meira samráði og samvinnu í skólanefnd.“

En. . . þá kemur þetta frá bæjarstjóranum á fundi bæjarráðs:

Bæjarráð – 2740

28.8.2014

[hann svarar efnislegum athugasemdum]

[…]Það vekur furðu að minnihlutinn í skólanefnd skuli hefja starf nýrrar nefndar á bókun af þessum toga og ber ekki skilaboð um vilja til uppbyggilegs samstarfs um skóla í forystu í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson“

Hvernig í ósköpunum getur maðurinn fengið þennan skilning? Getur verið að hann átti sig á því að þegar hvatt er til meiri samráðs og fundarhalda þá er það gert í uppbyggilegum tilgangi?

Þessir fulltrúar voru að minnsta kosti læsir á tillöguna.

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Undirrituð leggja áherslu á gott samstarf og metnaðarfullt starf í skólanefnd. Bókun fulltrúa VG og Samfylkingar í nefndinni lýtur fyrst og fremst að því að brýna nefndina til góðra verka.
Kristín Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson.“

Nú er það von mín að bæjarstjórinn sjái ljósið og hætti þessu þvargi. Hann var ekki ráðinn til þess.

Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi:

 

Efnisorð
Aðsent
03/09/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.