• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Vinnum á kvíðanum

Vinnum á kvíðanum
ritstjorn
25/03/2014
Páll Þór Jónsson.

Páll Þór Jónsson.

Kvíði er óþægileg tilfinning sem við viljum gjarnan vera án. Samt er heilbrigður kvíði oft þarfur og er til merkis um verkefni sem þarf að vanda og hvetur okkur til að gæta að okkur og leita upplýsinga og aðstoðar ef með þarf. Góður undirbúningur og heilbrigð skynsemi hjálpar mörgum að losa sig við kvíða án vandkvæða.

En í sumum tilfellum verður kvíði óraunhæfur og getur oft orðið að viðvarandi ástandi. Þá er nauðsynlegt að skoða hvað veldur og athuga hvernig best er að vinna með kvíðann.

Í grunninn er kvíði tengdur einhverju sem við eigum ógert. Vinnukvíða þekkja margir og upplifa þá að þeim finnist verkefni vera óyfirstíganlegt og eiga í erfiðleikum með að skoða raunhæft hve erfitt verkefnið sé.

Viðvarandi kvíði er oft nátengdur trausti. Stundum treystum við ekki sjálfum okkur til að framkvæma og seljum okkur þá hugmynd að okkur skorti þrótt eða getu. Í öðrum tilfellum byggjum við upp kvíða þegar við teljum okkur ekki geta treyst á annað fólk.

Kvíði er einnig tengdur ábyrgðarkennd. Ef við göngumst í ábyrgð fyrir of stórum verkefnum eða þá að við dettum í þá gryfju að ábyrgjast aðra einstaklinga um of, þá gerir kvíðinn vart við sig. Þetta á einnig við ef við tökum ekki ábyrgð á okkur sjálfum og gætum þess ekki að sinna þörfum okkar. Þá verður kvíðinn oft viðvarandi.

En sumar myndir kvíða eru mjög faldar og erfitt að koma auga á tengingar hans við aðrar tilfinningar. Sjálfsgagnrýni er oft upphafin sem dyggð. Svo er ekki þvi hjá meðvirkum einstaklingum verður sjálfsgagnrýni oftar en ekki að miskunnarlausu sjálfsniðurrifi sem skemmir og meiðir sjálfsmyndina. Öfgafyllsta mynd sjálfsniðurrifs er sjálfshöfnun eða höfnun á eigin líkama. Allar þessar myndir geta framkallað stanslausan kvíða sem skerðir lífsgæði og sjálfsvitund okkar.

Kvíðinn sjálfur getur síðan hindrað okkur í að vinna okkur frá honum. Við óttumst að takast á við hann og hræðumst afleiðingarnar. Það er dæmi um ranghugmyndir sem oft gera vart við sig. En því fylgir mikill léttir og frelsun að vinna sig frá þessu ástandi. Oftast er nauðsynlegt að leita sér einhverskonar hjálpar hjá þeim sem skilja og vita hvernig hægt er að vinna á kvíðanum svo að lífið komist í betra horf.

Það er einsog að stíga út í yndislegan vordag að losna frá langvarandi kvíða og það hefur mikil áhrif á þann sem það gerir en ekki síður á vini og vandamenn sem oftar en ekki sjá árangurinn í skilvirkari, betri og skemmtilegri samskiptum við þann sem átti við langvarandi kvíða að stríða.

Páll Þór Jónsson – Fjölskylduhús
http://fjolskylduhus.is/

Efnisorð
Aðsent
25/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.