Vinnum á kvíðanum

Páll Þór Jónsson.
Páll Þór Jónsson.

Kvíði er óþægileg tilfinning sem við viljum gjarnan vera án. Samt er heilbrigður kvíði oft þarfur og er til merkis um verkefni sem þarf að vanda og hvetur okkur til að gæta að okkur og leita upplýsinga og aðstoðar ef með þarf. Góður undirbúningur og heilbrigð skynsemi hjálpar mörgum að losa sig við kvíða án vandkvæða.

En í sumum tilfellum verður kvíði óraunhæfur og getur oft orðið að viðvarandi ástandi. Þá er nauðsynlegt að skoða hvað veldur og athuga hvernig best er að vinna með kvíðann.

Í grunninn er kvíði tengdur einhverju sem við eigum ógert. Vinnukvíða þekkja margir og upplifa þá að þeim finnist verkefni vera óyfirstíganlegt og eiga í erfiðleikum með að skoða raunhæft hve erfitt verkefnið sé.

Viðvarandi kvíði er oft nátengdur trausti. Stundum treystum við ekki sjálfum okkur til að framkvæma og seljum okkur þá hugmynd að okkur skorti þrótt eða getu. Í öðrum tilfellum byggjum við upp kvíða þegar við teljum okkur ekki geta treyst á annað fólk.

Kvíði er einnig tengdur ábyrgðarkennd. Ef við göngumst í ábyrgð fyrir of stórum verkefnum eða þá að við dettum í þá gryfju að ábyrgjast aðra einstaklinga um of, þá gerir kvíðinn vart við sig. Þetta á einnig við ef við tökum ekki ábyrgð á okkur sjálfum og gætum þess ekki að sinna þörfum okkar. Þá verður kvíðinn oft viðvarandi.

En sumar myndir kvíða eru mjög faldar og erfitt að koma auga á tengingar hans við aðrar tilfinningar. Sjálfsgagnrýni er oft upphafin sem dyggð. Svo er ekki þvi hjá meðvirkum einstaklingum verður sjálfsgagnrýni oftar en ekki að miskunnarlausu sjálfsniðurrifi sem skemmir og meiðir sjálfsmyndina. Öfgafyllsta mynd sjálfsniðurrifs er sjálfshöfnun eða höfnun á eigin líkama. Allar þessar myndir geta framkallað stanslausan kvíða sem skerðir lífsgæði og sjálfsvitund okkar.

Kvíðinn sjálfur getur síðan hindrað okkur í að vinna okkur frá honum. Við óttumst að takast á við hann og hræðumst afleiðingarnar. Það er dæmi um ranghugmyndir sem oft gera vart við sig. En því fylgir mikill léttir og frelsun að vinna sig frá þessu ástandi. Oftast er nauðsynlegt að leita sér einhverskonar hjálpar hjá þeim sem skilja og vita hvernig hægt er að vinna á kvíðanum svo að lífið komist í betra horf.

Það er einsog að stíga út í yndislegan vordag að losna frá langvarandi kvíða og það hefur mikil áhrif á þann sem það gerir en ekki síður á vini og vandamenn sem oftar en ekki sjá árangurinn í skilvirkari, betri og skemmtilegri samskiptum við þann sem átti við langvarandi kvíða að stríða.

Páll Þór Jónsson – Fjölskylduhús
http://fjolskylduhus.is/

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

samkomulag
Willum Þór Þórsson, skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
björtframtidkopavogur
Bliki5
DSCN4082
Kopavogur_2
Unknown-2_vefur_nytt
Marbakki2
Skólahreysti