Virkjum strætó

Indriði Stefánsson

Á hverjum degi eru umferðaræðar þéttsetnar bílum, bregði eitthvað útaf þá nær stoppar umferðin. Væri Strætó hins vegar ekki þéttsetinn væri ástandið umtalsvert verra þar sem hver farþegi í Strætó fækkar bílum á götunni. Á síðasta gráa degi bauðst frír dagpassi og greikkaði það mikið fyrir umferðinni.

Enginn fjárhagslegur hvati

Utan grárra daga kostar ferðin 470 krónur.  Ljóst er að Strætó er ódýrari kostur en einkabíllinn.  Þegar fasti kostnaðinn af bílnum er undanskilinn er Strætó hins vegar ekki samkeppnishæfur við breytilega kostnaðinn.  Fæst erum við reiðubúin að borga meira fyrir Strætó en sem nemur eldsneytiskostnaði. Bíleigendum býðst því enginn fjárhagslegur hvati til að skilja bílinn eftir heima þurfi ekki að útrétta eða skutla.

Strætó höfðar því fyrst og fremst til þeirra sem nota eingöngu Strætó.  Vegfarendum býðst annars vegar að eiga bíl og nota hann eða nota Strætó. Hvatinn til að skilja bílinn eftir er ekki til staðar. Til að mánaðarkort borgi sig þarf að taka Strætó oftar en 6 sinnum í viku og miðakort sparar einungis 15 krónur á ferð, verðskráin er of há.  

Breytinga er þörf

Samanburðurinn verður enn óhagstæðari sé litið til styttri ferða.  Þannig kostar það 940 krónur fyrir fullorðinn einstakling með tvö börn að fara ferð innan hverfis og svo auðvitað annað eins til að komast heim.  Erfitt er að rökstyðja Strætó sem valkost í því samhengi.

Til þess að laga þetta þarf pólitískan vilja og breytingu á eigendastefnu Strætó, sem kemur í veg fyrir lækkun fargjalda en hún gerir ráð fyrir að fargjöld standi undir 40% kostnaðar.  Til að breyta þessu þarf þrýsting frá kjósendum.  Ég hef sem fulltrúi Pírata í Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs beitt mér fyrir lækkaðri gjaldskrá Strætó og mun halda því áfram. 

Virkjum Strætó, sköpum hvata til að skilja bílinn eftir heima.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér