Virkjum strætó

Indriði Stefánsson

Á hverjum degi eru umferðaræðar þéttsetnar bílum, bregði eitthvað útaf þá nær stoppar umferðin. Væri Strætó hins vegar ekki þéttsetinn væri ástandið umtalsvert verra þar sem hver farþegi í Strætó fækkar bílum á götunni. Á síðasta gráa degi bauðst frír dagpassi og greikkaði það mikið fyrir umferðinni.

Enginn fjárhagslegur hvati

Utan grárra daga kostar ferðin 470 krónur.  Ljóst er að Strætó er ódýrari kostur en einkabíllinn.  Þegar fasti kostnaðinn af bílnum er undanskilinn er Strætó hins vegar ekki samkeppnishæfur við breytilega kostnaðinn.  Fæst erum við reiðubúin að borga meira fyrir Strætó en sem nemur eldsneytiskostnaði. Bíleigendum býðst því enginn fjárhagslegur hvati til að skilja bílinn eftir heima þurfi ekki að útrétta eða skutla.

Strætó höfðar því fyrst og fremst til þeirra sem nota eingöngu Strætó.  Vegfarendum býðst annars vegar að eiga bíl og nota hann eða nota Strætó. Hvatinn til að skilja bílinn eftir er ekki til staðar. Til að mánaðarkort borgi sig þarf að taka Strætó oftar en 6 sinnum í viku og miðakort sparar einungis 15 krónur á ferð, verðskráin er of há.  

Breytinga er þörf

Samanburðurinn verður enn óhagstæðari sé litið til styttri ferða.  Þannig kostar það 940 krónur fyrir fullorðinn einstakling með tvö börn að fara ferð innan hverfis og svo auðvitað annað eins til að komast heim.  Erfitt er að rökstyðja Strætó sem valkost í því samhengi.

Til þess að laga þetta þarf pólitískan vilja og breytingu á eigendastefnu Strætó, sem kemur í veg fyrir lækkun fargjalda en hún gerir ráð fyrir að fargjöld standi undir 40% kostnaðar.  Til að breyta þessu þarf þrýsting frá kjósendum.  Ég hef sem fulltrúi Pírata í Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs beitt mér fyrir lækkaðri gjaldskrá Strætó og mun halda því áfram. 

Virkjum Strætó, sköpum hvata til að skilja bílinn eftir heima.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar