Virkjum strætó

Indriði Stefánsson

Á hverjum degi eru umferðaræðar þéttsetnar bílum, bregði eitthvað útaf þá nær stoppar umferðin. Væri Strætó hins vegar ekki þéttsetinn væri ástandið umtalsvert verra þar sem hver farþegi í Strætó fækkar bílum á götunni. Á síðasta gráa degi bauðst frír dagpassi og greikkaði það mikið fyrir umferðinni.

Enginn fjárhagslegur hvati

Utan grárra daga kostar ferðin 470 krónur.  Ljóst er að Strætó er ódýrari kostur en einkabíllinn.  Þegar fasti kostnaðinn af bílnum er undanskilinn er Strætó hins vegar ekki samkeppnishæfur við breytilega kostnaðinn.  Fæst erum við reiðubúin að borga meira fyrir Strætó en sem nemur eldsneytiskostnaði. Bíleigendum býðst því enginn fjárhagslegur hvati til að skilja bílinn eftir heima þurfi ekki að útrétta eða skutla.

Strætó höfðar því fyrst og fremst til þeirra sem nota eingöngu Strætó.  Vegfarendum býðst annars vegar að eiga bíl og nota hann eða nota Strætó. Hvatinn til að skilja bílinn eftir er ekki til staðar. Til að mánaðarkort borgi sig þarf að taka Strætó oftar en 6 sinnum í viku og miðakort sparar einungis 15 krónur á ferð, verðskráin er of há.  

Breytinga er þörf

Samanburðurinn verður enn óhagstæðari sé litið til styttri ferða.  Þannig kostar það 940 krónur fyrir fullorðinn einstakling með tvö börn að fara ferð innan hverfis og svo auðvitað annað eins til að komast heim.  Erfitt er að rökstyðja Strætó sem valkost í því samhengi.

Til þess að laga þetta þarf pólitískan vilja og breytingu á eigendastefnu Strætó, sem kemur í veg fyrir lækkun fargjalda en hún gerir ráð fyrir að fargjöld standi undir 40% kostnaðar.  Til að breyta þessu þarf þrýsting frá kjósendum.  Ég hef sem fulltrúi Pírata í Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs beitt mér fyrir lækkaðri gjaldskrá Strætó og mun halda því áfram. 

Virkjum Strætó, sköpum hvata til að skilja bílinn eftir heima.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn