Virkni, velferð og hamingja

Rannveig Bjarnadóttir er í sjötta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi, er þriggja barna móðir, sjúkraþjálfari og forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.
Rannveig Bjarnadóttir er í sjötta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi, er þriggja barna móðir, sjúkraþjálfari og forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.
Rannveig Bjarnadóttir er í sjötta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi, er þriggja barna móðir, sjúkraþjálfari og forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.

Björt framtíð í Kópavogi er hópur fólks sem býður sig fram til þjónustu fyrir bæjarbúa og vill gera bæinn okkar betri. Framtíðarsýn okkar er að allir einstaklingar fái notið sín í því samfélagi sem bærinn er.

Við viljum byggja upp öfluga og markvissa þjónustu sem mætir þörfum íbúa Kópavogs. Við leggjum áherslu á mannréttindi og virðingu fyrir fjölbreytileika og að ungir sem aldnir eigi jafnan möguleika á samfélagsþátttöku. Fjölbreytt mannlíf er fagurt mannlíf. Það er markmið okkar að Kópavogur sé leiðandi í velferðarþjónustu á Íslandi og viljum við eiga samtal og samráð við notendur þjónustunnar til að ná því markmiði.

Gott aðgengi að upplýsingum er lykillinn að því að fatlað fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Í starfi mínu sem sjúkraþjálfari hjá Hjálpartækjamiðstöð SÍ og nú sem forstöðumaður hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar hef ég kynnst því að fólk hefur oft ekki upplýsingar um þá þjónustu sem það á rétt á og nýtur hennar því ekki. Það er nauðsynlegt að hægt sé að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um lögbundna þjónustu sveitarfélagsins á einfaldan og fjótlegan hátt. Einnig leggjum við ríka áherslu á bætt aðgengi fólks að mannvirkjum Kópavogs. Við viljum beita okkur fyrir því að NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) verði raunhæfur valkostur og fyrir uppbyggingu á fjölbreyttu búsetuúrræði og sveigjanlegri ferliþjónustu.

Frambjóðendur Bjartrar framtíðar leggja áherslu á samfélagsþátttöku allra í menningarlífi, tómstundum, námi, dagþjónustu, útivist og öðrum sem hugur viðkomandi stendur til. Við verðum að tryggja að mannréttindi séu virt og farið sé eftir þeim tilskipunum sem koma fram í alþjóðlegum samningum. Sveitarfélag eins og Kópavogur hefur mikil tækifæri til að sækja fram á þessu sviði og það viljum við í Bjartri framtíð gera.

Við viljum efla þjónustu og stuðning við barnafjölskyldur. Það þarf að tryggja að börn með sérstakar þarfir fái þá aðstoð sem þau eiga rétt á í leikskólum, grunnskólum og tómstundastarfi.

Ég vil búa í samfélagi sem að styður fólk til sjáfstæðs lífs, veitir stuðning þegar þörf er á og er aðgengilegt öllum. Þess vegna vel ég Bjarta framtíð.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar