Vörður opnar þjónustuskrifstofu

Vörður tryggingar hefur opnað nýja þjónustuskrifstofu í útibúi Arion banka á Smáratorgi í Kópavogi.  Á þjónustuskrifstofunni býðst viðskiptavinum Varðar ráðgjöf að öllu sem snýr að tryggingum og tjónum.  Samstarf Varðar og Arion tryggir að viðskiptavinir geta nálgast bankaþjónustu og tryggingaþjónustu á einum stað til að spara sér sporin. Opnunin í Kópavogi er liður í þeirri vegferð Varðar að vera með þjónustuskrifstofur víða um land í samstarfi við Arion svo að sem flestir viðskiptavinir geti sótt þjónustu í sinni heimabyggð. 

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.

„Okkur hjá Verði hlakkar mikið til að taka á móti viðskiptavinum okkar á nýrri þjónustuskrifstofu. Með opnuninni í Smáratorgi í Kópavogi sem er í alfaraleið fyrir marga íbúa höfuðborgarsvæðisins, vonumst við til að auka þægindin hjá viðskiptavinum okkar, sem geta nú sótt trausta ráðgjöf og þjónustu varðandi tryggingar og fjármál á sama stað“, segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.

Opið er í þjónustuskrifstofunni á Smáratorgi alla virka daga milli klukkan 10:00 – 16:00

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í