Vörður opnar þjónustuskrifstofu

Vörður tryggingar hefur opnað nýja þjónustuskrifstofu í útibúi Arion banka á Smáratorgi í Kópavogi.  Á þjónustuskrifstofunni býðst viðskiptavinum Varðar ráðgjöf að öllu sem snýr að tryggingum og tjónum.  Samstarf Varðar og Arion tryggir að viðskiptavinir geta nálgast bankaþjónustu og tryggingaþjónustu á einum stað til að spara sér sporin. Opnunin í Kópavogi er liður í þeirri vegferð Varðar að vera með þjónustuskrifstofur víða um land í samstarfi við Arion svo að sem flestir viðskiptavinir geti sótt þjónustu í sinni heimabyggð. 

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.

„Okkur hjá Verði hlakkar mikið til að taka á móti viðskiptavinum okkar á nýrri þjónustuskrifstofu. Með opnuninni í Smáratorgi í Kópavogi sem er í alfaraleið fyrir marga íbúa höfuðborgarsvæðisins, vonumst við til að auka þægindin hjá viðskiptavinum okkar, sem geta nú sótt trausta ráðgjöf og þjónustu varðandi tryggingar og fjármál á sama stað“, segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.

Opið er í þjónustuskrifstofunni á Smáratorgi alla virka daga milli klukkan 10:00 – 16:00

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar