Vörður opnar þjónustuskrifstofu

Vörður tryggingar hefur opnað nýja þjónustuskrifstofu í útibúi Arion banka á Smáratorgi í Kópavogi.  Á þjónustuskrifstofunni býðst viðskiptavinum Varðar ráðgjöf að öllu sem snýr að tryggingum og tjónum.  Samstarf Varðar og Arion tryggir að viðskiptavinir geta nálgast bankaþjónustu og tryggingaþjónustu á einum stað til að spara sér sporin. Opnunin í Kópavogi er liður í þeirri vegferð Varðar að vera með þjónustuskrifstofur víða um land í samstarfi við Arion svo að sem flestir viðskiptavinir geti sótt þjónustu í sinni heimabyggð. 

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.

„Okkur hjá Verði hlakkar mikið til að taka á móti viðskiptavinum okkar á nýrri þjónustuskrifstofu. Með opnuninni í Smáratorgi í Kópavogi sem er í alfaraleið fyrir marga íbúa höfuðborgarsvæðisins, vonumst við til að auka þægindin hjá viðskiptavinum okkar, sem geta nú sótt trausta ráðgjöf og þjónustu varðandi tryggingar og fjármál á sama stað“, segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.

Opið er í þjónustuskrifstofunni á Smáratorgi alla virka daga milli klukkan 10:00 – 16:00

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Rannveigx
untitled (82 of 103)
2
2013-07-24-1141
Ólafur Þór Gunnarsson
Ómar Stefánsson  skipar 1. sæti Fyrir Kópavog
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Axel Ingi
HK þriðji flokkur