Vörður opnar þjónustuskrifstofu í útibúi Arion á Smáratorgi

Vörður tryggingar hefur opnað nýja þjónustuskrifstofu í útibúi Arion banka á Smáratorgi í Kópavogi.  Á þjónustuskrifstofunni býðst viðskiptavinum Varðar ráðgjöf að öllu sem snýr að tryggingum og tjónum.  Samstarf Varðar og Arion tryggir að viðskiptavinir geta nálgast bankaþjónustu og tryggingaþjónustu á einum stað til að spara sér sporin. Opnunin í Kópavogi er liður í þeirri vegferð Varðar að vera með þjónustuskrifstofur víða um land í samstarfi við Arion svo að sem flestir viðskiptavinir geti sótt þjónustu í sinni heimabyggð. 

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.

„Okkur hjá Verði hlakkar mikið til að taka á móti viðskiptavinum okkar á nýrri þjónustuskrifstofu. Með opnuninni í Smáratorgi í Kópavogi sem er í alfaraleið fyrir marga íbúa höfuðborgarsvæðisins, vonumst við til að auka þægindin hjá viðskiptavinum okkar, sem geta nú sótt trausta ráðgjöf og þjónustu varðandi tryggingar og fjármál á sama stað“, segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.

Opið er í þjónustuskrifstofunni á Smáratorgi alla virka daga milli klukkan 10:00 – 16:00

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn