TÓNLEIKAR SAMKÓRS KÓPAVOGS í Digraneskirkju SUNNUDAGINN 11.MAÍ KL. 17:00
Samkór Kópavogs heldur sína árlegu vortónleika á afmælisdegi Kópavogs sunnudaginn 11.maí kl. 17:00.
Efnsskrá tónleikanna er fjölbreytt og skemmtileg og kemur úr ýmsum áttum. Má þar nefna lög eftir íslensku tónskáldin Jórunni Viðar og Jón Ásgeirsson og bresku tónskáldin Andrew Loyd Webber og Johan Rutter.
Orgel – og píanóleikari á tónleikunum er Lenka Matéóva og einsöngvari með kórnum er Jóhanna Linnet sópran.
Stjórnandi kórsins er Friðrik S.Kristinsson en hann tók við stjórnun hans á liðnu haust. Friðrik á að baki afar farsælan söngstjóraferil og hefur meðal annars stjórnað Karlakór Reykjavíkur siðastliðinn aldarfjórðung.
Kórfélagar eru nú um fimmtíu talsins.
Samkór Kópavogs hefur starfað frá árinu 1966 og er því skammt í að hann haldi upp á fimmtíu ára afmælið sitt. Með festu í starfi sínu, áhuga og samheldni kórfélaga,nú undir dyggri stjórn Friðriks stefnir Samkór Kópavogs á að eflast enn frekar og halda áfram að leggja sitt að mörkum til menningarlífs Kópavogsbæjar og víðar.
Miðasala á tónleikana er á vef kórsins: www.samkor.is og við innganginn. Miðaverð er kr. 2.500.
Bæjarbúar og aðrir eru hvattir til að sækja tónleikana og eiga ánægjulega stund með Samkór Kópavogs á afmælisdegi bæjarins.