Vorið vaknar

Samkór Kópavogs.
Samkór Kópavogs.

TÓNLEIKAR SAMKÓRS KÓPAVOGS í Digraneskirkju SUNNUDAGINN 11.MAÍ KL. 17:00

Samkór Kópavogs heldur sína árlegu vortónleika á afmælisdegi Kópavogs sunnudaginn 11.maí kl. 17:00.

Efnsskrá tónleikanna er fjölbreytt og skemmtileg og kemur úr ýmsum áttum. Má þar nefna lög eftir íslensku tónskáldin Jórunni Viðar og Jón Ásgeirsson og bresku tónskáldin Andrew Loyd Webber og Johan Rutter.

Orgel – og píanóleikari á tónleikunum er Lenka Matéóva og einsöngvari með kórnum er Jóhanna Linnet sópran.

Stjórnandi kórsins er Friðrik S.Kristinsson en hann tók við stjórnun hans á liðnu haust. Friðrik á að baki afar farsælan söngstjóraferil og hefur meðal annars stjórnað Karlakór Reykjavíkur siðastliðinn aldarfjórðung.

Kórfélagar eru nú um fimmtíu talsins.

Samkór Kópavogs hefur starfað frá árinu 1966 og er því skammt í að hann haldi upp á fimmtíu ára afmælið sitt.  Með festu í starfi sínu, áhuga og samheldni kórfélaga,nú undir dyggri stjórn Friðriks stefnir Samkór Kópavogs á að eflast enn frekar og halda áfram að leggja sitt að mörkum til menningarlífs Kópavogsbæjar og víðar.

Miðasala á tónleikana er á vef kórsins:  www.samkor.is og við innganginn. Miðaverð er kr. 2.500.

Bæjarbúar og aðrir eru hvattir til að sækja tónleikana og eiga ánægjulega stund með Samkór Kópavogs á afmælisdegi bæjarins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér