Vorið vaknar

Samkór Kópavogs.
Samkór Kópavogs.
Samkór Kópavogs.

TÓNLEIKAR SAMKÓRS KÓPAVOGS í Digraneskirkju SUNNUDAGINN 11.MAÍ KL. 17:00

Samkór Kópavogs heldur sína árlegu vortónleika á afmælisdegi Kópavogs sunnudaginn 11.maí kl. 17:00.

Efnsskrá tónleikanna er fjölbreytt og skemmtileg og kemur úr ýmsum áttum. Má þar nefna lög eftir íslensku tónskáldin Jórunni Viðar og Jón Ásgeirsson og bresku tónskáldin Andrew Loyd Webber og Johan Rutter.

Orgel – og píanóleikari á tónleikunum er Lenka Matéóva og einsöngvari með kórnum er Jóhanna Linnet sópran.

Stjórnandi kórsins er Friðrik S.Kristinsson en hann tók við stjórnun hans á liðnu haust. Friðrik á að baki afar farsælan söngstjóraferil og hefur meðal annars stjórnað Karlakór Reykjavíkur siðastliðinn aldarfjórðung.

Kórfélagar eru nú um fimmtíu talsins.

Samkór Kópavogs hefur starfað frá árinu 1966 og er því skammt í að hann haldi upp á fimmtíu ára afmælið sitt.  Með festu í starfi sínu, áhuga og samheldni kórfélaga,nú undir dyggri stjórn Friðriks stefnir Samkór Kópavogs á að eflast enn frekar og halda áfram að leggja sitt að mörkum til menningarlífs Kópavogsbæjar og víðar.

Miðasala á tónleikana er á vef kórsins:  www.samkor.is og við innganginn. Miðaverð er kr. 2.500.

Bæjarbúar og aðrir eru hvattir til að sækja tónleikana og eiga ánægjulega stund með Samkór Kópavogs á afmælisdegi bæjarins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að