Vortónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn vorið á tónleikum sínum fimmtudagskvöldið 4. maí n.k.  Tónleikarnir verða að þessu sinni í Digraneskirkju og hefjast kl. 20.

Samkór Kópavogs.

Yfiskrift tónleikanna er „Ég á mér draum“ sem sótt er í smiðju hljómsveitarinnar ABBA en kórinn flytur meðal annars syrpu Abbalaga á tónleikunum. Efnisskráin er fjölbreytt og geymir tónverk eftir bæði  íslensk og erlend tónskáld, þar á meðal eftir Jón Ásgeirsson, Sigfús Halldórsson,  Frederic Chopin, Bob Dylan og Eric Whitacre.

Söngstjóri  kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Píanóleikari á tónleikunum er Lenka Mátéóva og einsöngur úr röðum kórfélaga.

Samkór Kópavogs er blandaður kór sem  hefur starfað í Kópavogi frá árinu 1966. Nokkrir söngglaðir Kópavogsbúar stofnuðu kórinn en  þar á meðal var fyrsti söngstjóri hans,  Jan Morávek, hinn tékknesk ættaði tónlistarmaður sem  átti ríkan þátt í því að efla tónlistarlíf á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Starfsemi kórsins hefur verið blómleg frá stofnun hans  þar ríkt metnaður og góður félagsandi.

Kópavogsbær hefur veitt kórnum menningarstyrk um árabil. Í dag eru félagar í Samkórnum 55 talsins. Núverandi formaður kórsins er Sigríður V. Finnsdóttir.

Á næsta ári hyggst kórinn halda í söngferð til útlanda.  Kórinn tekur jafnan vel á móti nýju góðu söngfólki. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu: www.samkor.is eða á facebooksíðu kórsins.

Miðaverð er kr. 3.500. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Hægt er að kaupa miða hjá kórfélögum og við innganginn. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á samkor@samkor.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar