Vorverkin flutt hjá Leikfélagi Kópavogs

Leikfélag Kópavogs flutti „Vorverkin“ í annað sinn í gærkvöldi fyrir fullu húsi áhorfenda. Um var að ræða þrjá stutta leikþætti; „Úlfur í Ömmugæru“ eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson, „Strikið“ eftir Pál J. Árdal í leikstjórn Arnar Alexenderssonar og „Bóleró“ eftir David Ives í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Sýningin gekk vel og nokkrir leikaranna voru að stíga sín fyrstu spor fyrir framan gagnrýnin augu áhorfenda.

Vorverk - Tinna
Nokkrir leikaranna voru að stíga sín fyrstu spor fyrir framan gagnrýnin augu áhorfenda.

„Þetta var mjög skemmtileg upplifun“ sagði Tinna Jökulsdóttir, 31 árs gömul sjúkraþjálfari en hún þreytti frumraun sína á leiksviði kvöldið áður. Aðspurð sagði hún að það gæfi henni „kikk“  að búa sig undir svona sýningu og líkti því við að undirbúa sig fyrir keppnisleik. „Þetta er svolítið „adrenalín-rush“  og það er mikið stress í byrjun en um leið og á svið er komið dett ég í karakter“ sagði hún. Þetta gæti verið byrjunin á löngu ástarævintýri við leiklist en hún vill gjarnan prófa fleiri útgáfur af leik og reyna fyrir sér enn frekar eftir þessa reynslu.

Vorverk - Strikið

Formaður Leikfélagsins, Hörður Sigurðarson, var mjög sáttur við lok seinni sýningarinnar. „Þessi leikdagskrá var einskonar tilraunaeldhús“ og hann bætti við að í áhugaleikhúsum væri gjarnan að finna fjölbreyttari verkefni en hjá atvinnuleikurum. „Þetta er sveigjanlegri starfsemi“ og t.a.m. var hér að finna einn frumsaminn leikþátt, einn 120 ára gamlan og einn erlendan í íslenskri þýðingu.

Aðalfundur er á döfinni hjá Leikfélaginu þar sem rætt verður um komandi leikár. „Sumarið er viðburðarlítill tími en rætt verður um komandi verkefni og línurnar lagðar fyrir komandi vetur“ bætti Hörður við.

Úr verkinu Bóleró.
Úr verkinu Bóleró.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Okkar_Kop2021_1
Kópavogur
Gunnarsholmi_svaedid_1[78]
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Margrét Friðriksdóttir
Opið bókhald
Meistarinn
Perlað af krafti
svefn