Vorverkin flutt hjá Leikfélagi Kópavogs

Leikfélag Kópavogs flutti „Vorverkin“ í annað sinn í gærkvöldi fyrir fullu húsi áhorfenda. Um var að ræða þrjá stutta leikþætti; „Úlfur í Ömmugæru“ eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson, „Strikið“ eftir Pál J. Árdal í leikstjórn Arnar Alexenderssonar og „Bóleró“ eftir David Ives í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Sýningin gekk vel og nokkrir leikaranna voru að stíga sín fyrstu spor fyrir framan gagnrýnin augu áhorfenda.

Vorverk - Tinna
Nokkrir leikaranna voru að stíga sín fyrstu spor fyrir framan gagnrýnin augu áhorfenda.

„Þetta var mjög skemmtileg upplifun“ sagði Tinna Jökulsdóttir, 31 árs gömul sjúkraþjálfari en hún þreytti frumraun sína á leiksviði kvöldið áður. Aðspurð sagði hún að það gæfi henni „kikk“  að búa sig undir svona sýningu og líkti því við að undirbúa sig fyrir keppnisleik. „Þetta er svolítið „adrenalín-rush“  og það er mikið stress í byrjun en um leið og á svið er komið dett ég í karakter“ sagði hún. Þetta gæti verið byrjunin á löngu ástarævintýri við leiklist en hún vill gjarnan prófa fleiri útgáfur af leik og reyna fyrir sér enn frekar eftir þessa reynslu.

Vorverk - Strikið

Formaður Leikfélagsins, Hörður Sigurðarson, var mjög sáttur við lok seinni sýningarinnar. „Þessi leikdagskrá var einskonar tilraunaeldhús“ og hann bætti við að í áhugaleikhúsum væri gjarnan að finna fjölbreyttari verkefni en hjá atvinnuleikurum. „Þetta er sveigjanlegri starfsemi“ og t.a.m. var hér að finna einn frumsaminn leikþátt, einn 120 ára gamlan og einn erlendan í íslenskri þýðingu.

Aðalfundur er á döfinni hjá Leikfélaginu þar sem rætt verður um komandi leikár. „Sumarið er viðburðarlítill tími en rætt verður um komandi verkefni og línurnar lagðar fyrir komandi vetur“ bætti Hörður við.

Úr verkinu Bóleró.
Úr verkinu Bóleró.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn