Vorverkin flutt hjá Leikfélagi Kópavogs

Leikfélag Kópavogs flutti „Vorverkin“ í annað sinn í gærkvöldi fyrir fullu húsi áhorfenda. Um var að ræða þrjá stutta leikþætti; „Úlfur í Ömmugæru“ eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson, „Strikið“ eftir Pál J. Árdal í leikstjórn Arnar Alexenderssonar og „Bóleró“ eftir David Ives í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Sýningin gekk vel og nokkrir leikaranna voru að stíga sín fyrstu spor fyrir framan gagnrýnin augu áhorfenda.

Vorverk - Tinna
Nokkrir leikaranna voru að stíga sín fyrstu spor fyrir framan gagnrýnin augu áhorfenda.

„Þetta var mjög skemmtileg upplifun“ sagði Tinna Jökulsdóttir, 31 árs gömul sjúkraþjálfari en hún þreytti frumraun sína á leiksviði kvöldið áður. Aðspurð sagði hún að það gæfi henni „kikk“  að búa sig undir svona sýningu og líkti því við að undirbúa sig fyrir keppnisleik. „Þetta er svolítið „adrenalín-rush“  og það er mikið stress í byrjun en um leið og á svið er komið dett ég í karakter“ sagði hún. Þetta gæti verið byrjunin á löngu ástarævintýri við leiklist en hún vill gjarnan prófa fleiri útgáfur af leik og reyna fyrir sér enn frekar eftir þessa reynslu.

Vorverk - Strikið

Formaður Leikfélagsins, Hörður Sigurðarson, var mjög sáttur við lok seinni sýningarinnar. „Þessi leikdagskrá var einskonar tilraunaeldhús“ og hann bætti við að í áhugaleikhúsum væri gjarnan að finna fjölbreyttari verkefni en hjá atvinnuleikurum. „Þetta er sveigjanlegri starfsemi“ og t.a.m. var hér að finna einn frumsaminn leikþátt, einn 120 ára gamlan og einn erlendan í íslenskri þýðingu.

Aðalfundur er á döfinni hjá Leikfélaginu þar sem rætt verður um komandi leikár. „Sumarið er viðburðarlítill tími en rætt verður um komandi verkefni og línurnar lagðar fyrir komandi vetur“ bætti Hörður við.

Úr verkinu Bóleró.
Úr verkinu Bóleró.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á