World Class í sundlaugar Kópavogs?

sitelogoLaugar ehf, sem á og rekur líkamsræktarkeðjuna World Class, býður best í rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs; Salarlauginni og í Sundlaug Kópavogs. Þetta kom í ljós þegar útboðsgögn voru opnuð nýlega hjá bænum, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta. Reksturinn var boðinn út eftir að Laugar ehf kvartaði til Samkeppniseftirlitsins um að Kópavogsbær væri að skekkja samkeppnisstöðu á markaði með því að niðurgreiða þessa starfsemi.

„Þetta mál er búið að taka sjö til átta ár,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class. „Kópavogsbær hefur nú sex vikur til að svara en ef þeir taka besta boðinu gætum við opnað nýjar, glæsilegar, stöðvar í sundlaugum Kópavogs í byrjun mars á næsta ári.“

Björn segir að bærinn muni fá auknar tekjur þar sem árskortin hjá World Class í sundlaugar Kópavogs verða seld á 59.950 krónur, sem sé talsvert hærra en er nú hjá núverandi rekstraraðila. Bærinn mun alltaf fá ákveðið hlutfall af þeim tekjum. „Auk þess sem mun örugglega stór hluti 23 þúsund viðskiptavina World Class leggja leið sína í sundlaugar Kópavogs þar sem World Class mun greiða fyrir hverja mætingu sinna gesta. Peningalega séð er þetta því ekki nokkur spurning fyrir Kópavogsbæ að taka besta boðinu,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.

„Kópavogsbær hefur nú sex vikur til að svara en ef þeir taka besta boðinu gætum við opnað nýjar, glæsilegar, stöðvar í sundlaugum Kópavogs í byrjun mars á næsta ári,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.
„Kópavogsbær hefur nú sex vikur til að svara en ef þeir taka besta boðinu gætum við opnað nýjar, glæsilegar, stöðvar í sundlaugum Kópavogs í byrjun mars á næsta ári,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class. Mynd: kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar