World Class í sundlaugar Kópavogs?

sitelogoLaugar ehf, sem á og rekur líkamsræktarkeðjuna World Class, býður best í rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs; Salarlauginni og í Sundlaug Kópavogs. Þetta kom í ljós þegar útboðsgögn voru opnuð nýlega hjá bænum, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta. Reksturinn var boðinn út eftir að Laugar ehf kvartaði til Samkeppniseftirlitsins um að Kópavogsbær væri að skekkja samkeppnisstöðu á markaði með því að niðurgreiða þessa starfsemi.

„Þetta mál er búið að taka sjö til átta ár,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class. „Kópavogsbær hefur nú sex vikur til að svara en ef þeir taka besta boðinu gætum við opnað nýjar, glæsilegar, stöðvar í sundlaugum Kópavogs í byrjun mars á næsta ári.“

Björn segir að bærinn muni fá auknar tekjur þar sem árskortin hjá World Class í sundlaugar Kópavogs verða seld á 59.950 krónur, sem sé talsvert hærra en er nú hjá núverandi rekstraraðila. Bærinn mun alltaf fá ákveðið hlutfall af þeim tekjum. „Auk þess sem mun örugglega stór hluti 23 þúsund viðskiptavina World Class leggja leið sína í sundlaugar Kópavogs þar sem World Class mun greiða fyrir hverja mætingu sinna gesta. Peningalega séð er þetta því ekki nokkur spurning fyrir Kópavogsbæ að taka besta boðinu,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.

„Kópavogsbær hefur nú sex vikur til að svara en ef þeir taka besta boðinu gætum við opnað nýjar, glæsilegar, stöðvar í sundlaugum Kópavogs í byrjun mars á næsta ári,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.
„Kópavogsbær hefur nú sex vikur til að svara en ef þeir taka besta boðinu gætum við opnað nýjar, glæsilegar, stöðvar í sundlaugum Kópavogs í byrjun mars á næsta ári,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class. Mynd: kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,