World Class í sundlaugar Kópavogs?

sitelogoLaugar ehf, sem á og rekur líkamsræktarkeðjuna World Class, býður best í rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs; Salarlauginni og í Sundlaug Kópavogs. Þetta kom í ljós þegar útboðsgögn voru opnuð nýlega hjá bænum, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta. Reksturinn var boðinn út eftir að Laugar ehf kvartaði til Samkeppniseftirlitsins um að Kópavogsbær væri að skekkja samkeppnisstöðu á markaði með því að niðurgreiða þessa starfsemi.

„Þetta mál er búið að taka sjö til átta ár,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class. „Kópavogsbær hefur nú sex vikur til að svara en ef þeir taka besta boðinu gætum við opnað nýjar, glæsilegar, stöðvar í sundlaugum Kópavogs í byrjun mars á næsta ári.“

Björn segir að bærinn muni fá auknar tekjur þar sem árskortin hjá World Class í sundlaugar Kópavogs verða seld á 59.950 krónur, sem sé talsvert hærra en er nú hjá núverandi rekstraraðila. Bærinn mun alltaf fá ákveðið hlutfall af þeim tekjum. „Auk þess sem mun örugglega stór hluti 23 þúsund viðskiptavina World Class leggja leið sína í sundlaugar Kópavogs þar sem World Class mun greiða fyrir hverja mætingu sinna gesta. Peningalega séð er þetta því ekki nokkur spurning fyrir Kópavogsbæ að taka besta boðinu,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.

„Kópavogsbær hefur nú sex vikur til að svara en ef þeir taka besta boðinu gætum við opnað nýjar, glæsilegar, stöðvar í sundlaugum Kópavogs í byrjun mars á næsta ári,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.
„Kópavogsbær hefur nú sex vikur til að svara en ef þeir taka besta boðinu gætum við opnað nýjar, glæsilegar, stöðvar í sundlaugum Kópavogs í byrjun mars á næsta ári,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class. Mynd: kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

IMG_8556
Pétur Hrafn Sigurðsson
Kópavogur
Stefán Karl Stefánsson
gledigangan
ormadagar32014
Kópavogur
Auglýsing
Gísli Baldvinsson