Eins og við greindum frá fyrr í mánuðinum hyggst Björt framtíð bjóða fram lista í Kópavogi í sveitastjórnarkosningunum í vor. Á fundi flokksins í gærkvöldi, sem haldin var í Hamraborg, var ákveðið að skipa undirbúningshóp sem á að ákveða nánari framkvæmd framboðsins.
Þeir sem tóku þátt í starfi Y-listans í Kópavogi fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar ætla að ganga til liðs við Bjarta framtíð en Y-listinn myndar nú meirihluta í bæjarstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.