Nítján hressir krakkar úr Kársnesskóla gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér nýverið yfir Fimmvörðuhálsinn ásamt kennurum sem brugðu sér í hlutverk leiðsögumanna. Veður var blautt framan af, að því segir á vef skólans. En eftir nestisstopp í Baldursskála létti til. Uppi á hálsinum var hið besta veður og var gengið upp á Magna. Þegar komið var niður á Morinsheiði var komið blíðskaparveður. Gangan tók rúmar 10 klukkustundir og stóðu allir sig eins og hetjur. Myndirnar eru fengnar af vef skólans:
Fleiri myndir: www.karsnesskoli.is