Yfir sex hundruð nemendur heimsækja Gerðarsafn

Alls 625 nemendur, aðallega úr leik- og grunnskólum Kópavogs, tóku þátt í nýrri fræðslu- og upplifunarsýningu í Gerðarsafni í byrjun árs, Stúdíó Gerðar. Tilgangur sýningarinnar er að efla safnafræðslu í Kópavogi með áherslu á sköpun og ímyndunarafl þátttakenda. Listamaðurinn Guðrún Benónýsdóttir var hugmyndasmiður sýningarinnar í samstarfi við listrænan stjórnanda  Gerðarsafns, Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur.

1526694_797234930332049_5462975745479370758_n

Sýningunni lýkur á sunnudag en á laugardeginum  frá kl. 14 til 16 fer fram vinnusmiðja sem ber heitið Skúlptúrgarðurinn, sem er sérstaklega sniðin fyrir börn á aldursbilinu 8 til 12 ára og fjölskyldur þeirra. Þar verður unnið með þrívíð verk út frá skúlptúrum Gerðar og þátttakendur fá að taka yfir allt sýningarrýmið með verkum sínum.

10942612_793795760675966_6629469985604904344_n

Innsetningin í Stúdíói Gerðar var innblásin af vinnustofu Gerðar Helgadóttur (1928-1975). Þar er hægt að upplifa listaverk, skissur og teikningar Gerðar. Einnig voru settar upp skapandi vinnustöðvar þar sem gestir geta tekið virkan þátt í uppbyggingu sýningarinnar. Á neðri hæð Gerðarsafns er að finna tímalínu með myndum og upplýsingum um feril Gerðar Helgadóttur ásamt heimildamyndinni, Líf fyrir listina.

g

„Það hefur sýnt sig að mikill áhugi er hjá skólakerfinu að nýta sér ýmsa möguleika í safnafræðslu. Við höfum fengið einstaklega góð viðbrögð og vonumst til að geta haldið áfram sömu braut óháð þeim sýningum sem standa uppi hverju sinni,“ segir Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns. „Það er alltaf hægt að finna skapandi leiðir til að kveikja áhuga fólks á myndlist, óháð aldri. Það eru einmitt ungu gestirnir sem gjarnan opna augu okkar eldri. Þakkir hafa borist frá kennurum fyrir góðar móttökur sem segja að börnin tali um heimsóknina eftir á. Það hafi jafnvel skilað sér til foreldranna.  Tilgangurinn með þessu er einmitt líka sá að minna á safnið sem skapandi stað þar sem fjölskyldur geta eytt samverustundum og gert eitthvað spennandi og skemmtilegt saman.“

Öllum leikskólum í Kópavogi og yngri börnum grunnskóla bæjarins var boðið að koma á sýninguna en fjölskyldufólk hefur einnig verið hvatt til að taka þátt í sérstökum vinnnusmiðjum líkt og Skúlptúrgarðinum sem fer fram næstkomandi laugardag.

image001 10947213_791132300942312_4038476186630748682_n 10958839_797235183665357_4205927306879145165_n 10933824_784847024904173_4391567995216171501_n 10918994_793795757342633_5785771231520123615_n 1526694_797234930332049_5462975745479370758_n 10940589_788017561253786_6679135882217507695_n 10968433_793795350676007_969355543336145618_n 10173544_793795004009375_1227178739068654608_n 10968398_793795710675971_6478371336144398524_n 10404324_788913607830848_5297863904666023160_n gerdarsafn1

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sigurður
2013-07-24-1141
Guðmundur Geirdal.
10665919_10152400488956705_8531706642784551112_n
AB
karen 2014 3
FKK-minna-500×500-1
fannborg
Birkir