Mannleg mistök urðu í morgun við útkall sem varð til þess að vegir voru ekki saltaðir nægjanlega snemma í morgun. Kópavogsbær ætlar að fara yfir verklagsreglur vegna þessa, að því er segir í yfirlýsingu frá bænum:
Stefna Kópavogsbæjar er að sinna snjómokstri og hálkueyðingu í bænum eins vel og auðið er hverju sinni. Því miður var ekki brugðist rétt við aðstæðum í bænum í nótt og lenti fjöldi bílstjóra í vandræðum vegna hálku á götum bæjarins í morgun.
Verklagsreglur í tengslum við mokstur gatna og söltun verða því yfirfarnar hjá Kópavogsbæ og er skoðun þeirra þegar hafin.