Yfirfara verklagsreglur vegna snjómoksturs

Mannleg mistök urðu í morgun við útkall sem varð til þess að vegir voru ekki saltaðir nægjanlega snemma í morgun. Kópavogsbær ætlar að fara yfir verklagsreglur vegna þessa, að því er segir í yfirlýsingu frá bænum:

Stefna Kópavogsbæjar er að sinna snjómokstri og hálkueyðingu í bænum eins vel og auðið er hverju sinni. Því miður var ekki brugðist rétt við aðstæðum í bænum í nótt og lenti fjöldi bílstjóra í vandræðum vegna hálku á götum bæjarins í morgun.

Verklagsreglur í tengslum við mokstur gatna og söltun verða því yfirfarnar hjá Kópavogsbæ og er skoðun þeirra þegar hafin.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn