Yfirkjörstjórn í bobba

Þór Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrum upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.
Þór Jónsson.
Þór Jónsson.

Þór Jónsson, fyrrum upplýsingafulltrúi Kópavogs, laganemi og íbúi í Kópavogi, hefur lagt inn kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál á hendur yfirkjörstjórn Kópavogs fyrir vanrækslu á að afhenda honum skriflegar yfirlýsingar kjósenda um stuðning við listana sem í framboði eru í sveitarstjórnarkosningunum.

Yfirkjörstjórn í Kópavogi var sjálfsagt þeirri stund fegnust, þegar umboðsmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins afturkölluðu beiðnir sínar um aðgang að meðmælalistum framboðanna í sveitarfélaginu, því að þá þurfti hún ekki að taka sjálfstæða ákvörðun um afhendingu þeirra.

Þór fer yfir það í stöðufærslu á Facebook að umboðsmenn framboðanna eiga rétt á því að sjá þessi gögn samkvæmt bæði upplýsingalögum og kosningalögum. Raunar sé hverjum sem er heimill aðgangur að þeim, að því er Þór telur, á grundvelli upplýsingalaganna sem krafðist þess að fá aðgang að og afrit af þessum meðmælalistum um miðjan þennan mánuð.

Þrátt fyrir málshraðareglur virðist yfirkjörstjórnin, sem hafði kynnt sér lagagrunninn rækilega áður en ég sendi þeim upplýsingabeiðni mína, ætla að humma þetta mál fram af sér. Að minsta kosti hafa mér engin efnisleg svör borist, þótt liðinn sé hálfur mánuður og kjörstjórn komið saman ekki sjaldnar en þrisvar. Það er þá líka rétt að láta reyna á þennan lýðræðislega rétt borgaranna fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sérstaklega úr því að yfirkjörstjórn þorir ekki að taka ákvörðun, þótt innanríkisráðuneytið hafi m.a.s. birt þá afstöðu sína á heimasíðu sinni að afhenda eigi gögnin.

Þór lagði inn eftirfarandi kæru hjá úrskurðarnefndinni í dag:

KÆRA

til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík, á hendur:

Yfirkjörstjórn í Kópavogi,

Kópavogsbæ,

Fannborg 2,

200 Kópavogi,

fyrir vanrækslu á að afhenda mér undirrituðum, Þór Jónssyni, kt. 150864-2759, til heimilis að  Lækjasmára 58 í Kópavogi, skriflegar yfirlýsingar kjósenda um stuðning við listana sem í framboði eru í sveitarstjórnarkosningunum 2014, sbr. 22. gr. laga  nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.

Beiðni um aðgang að framangreindum gögnum og afriti af þeim var send yfirkjörstjórn 14. maí sl. og byggð á 5. gr., sbr. 1. gr., upplýsingalaga nr. 140/2012.

Kæruheimild er í 20. gr. upplýsingalaganna en úrskurðarnefnd hefur látið ástæðulaus brot á meginreglu 17. gr. um málshraða og tómlæti um afgreiðslu upplýsingabeiðni jafngilda synjun, sbr. t.d. úrskurð A-276/2008.

KRAFA

Þess er krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geri yfirkjörstjórn í Kópavogi skylt að afhenda mér umbeðin gögn í heild sinni í samræmi við 5. gr. upplýsingalaga, en að hluta, þyki úrskurðarnefndinni 3. mgr. sömu greinar eiga við.

MÁLAVEXTIR

Upplýsingabeiðni mín var send yfirkjörstjórn í Kópavogi með tölvupósti 14. maí sl. í framhaldi af fréttum um ágreining um aðgang umboðsmanna tiltekinna framboða í Kópavogi að þeim gögnum sem hér um ræðir. Af því tilefni hafði yfirkjörstjórn farið rækilega yfir lagalegan grundvöll þess að afhenda slíkar upplýsingar, yrði þess krafist, sbr. fréttatilkynningu frá yfirkjörstjórn 14. maí sl., sem vitnað var til í fjölmiðlum, þ. á m. mbl.is s.d. Í fréttatilkynningunni mun m.a. hafa verið vísað til afstöðu innanríkisráðuneytisins, sem fer með sveitarstjórnarmál, um að upplýsingalög heimiluðu aðgang að umþrættum upplýsingum.

Af framansögðu má ljóst vera að yfirkjörstjórn í Kópavogi hefur enga ástæðu haft til að tefja afgreiðslu beiðni minnar eins og raun ber vitni. Ber á það að líta að ég fór sérstaklega fram á skjóta afgreiðslu.

Beiðni mín var ítrekuð í tölvupósti til yfirkjörstjórnar 22. maí sl. þar sem engin svör höfðu borist við henni önnur en staðfesting á móttöku sama dag og hún var send. Móttaka ítrekunarinnar var staðfest sömuleiðis þegar í stað auk þess sem bæjarritari Kópavogs sendi mér tölvupóst um að yfirkjörstjórn hefði frestað erindi mínu á fundi 21. maí og hygðist taka það fyrir að nýju á fundi 28. maí. Að kvöldi sama dags sendi ég bæjarritara og yfirkjörstjórn tölvupóst með áskorun um að tefja málið ekki frekar.

Önnur svör hafa ekki borist frá yfirkjörstjórn og engin um hugsanlegar ákvarðanir á fundi 28. maí.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,