Yfirlýsing eigenda Gym heilsu vegna útboðs í sundlaugum Kópavogs

gymheilsa_logoEigendur Gym heilsu sjá sig knúna til að leiðrétta rangfæslur Björns Leifssonar eigenda World class í viðtali við Kfrettir.is þann (12.04.14).  Í viðtalinu talar hann um að viðskiptavinir World class séu að niðurgreiða rekstur Gym heilsu í sundlaugum Kópavogs. Slíkt er að sjálfsögðu alrangt. Hann fullyrðir einnig að Gym heilsa ætli sér að hækka verð á kortum verulega  og að verðmunur á  korti Gym heilsu og World class verði einungis um 1000kr á mánuði.  Þetta er að sjálfsögðu  ekki rétt og afar alvarlegt mál ef Björn sé að breiða út slík ósannindi til Kópavogsbúa og viðskiptavina Gym heilsu.

Gym heilsa hefur verið rekið á sömu kennitölu frá stofnun fyrirtækisins árið 1997. Fyrirtækið er 100% í eigu íslenskra aðila. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að gefa öllum þeim sem vilja stunda líkamsrækt og sund við bestu mögulegu aðstæður tækifæri á því óháð efnahag. Þetta fyrirkomulag hefur verið afar farsælt fyrir alla aðila.

Nú er í gangi útboð varðandi rekstur beggja heilsuræktanna í sundlaugum Kópavogs. Kópavogsbær hefur 6 vikur frá opnun útboðsgagna til að tilkynna um niðurstöðurnar (það verður eigi síðar en í maí byrjun).  Gym heilsa vonar sannarlega að niðurstaðan verði neytendum í hag og þeir muni áfram hafa fjölbreytta valmöguleika varðandi líkamsrækt og heilbrigða samkeppni á markaðnum. Gym heilsa býður verð á árskortum sem enginn annar á markaðnum býður og því er ljóst að ef fyrirtækið verður ekki áfram með rekstur í sundlaugum bæjarins þá þýðir það tugþúsunda hækkun á kortum fyrir neytendur.

Kveðja,  f.h. Gym heilsu:

Kjartan Már Hallkelsson og Guðrún Benediktsdóttir eigendur Gym heilsu

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar