Yfirlýsing eigenda Gym heilsu vegna útboðs í sundlaugum Kópavogs

gymheilsa_logoEigendur Gym heilsu sjá sig knúna til að leiðrétta rangfæslur Björns Leifssonar eigenda World class í viðtali við Kfrettir.is þann (12.04.14).  Í viðtalinu talar hann um að viðskiptavinir World class séu að niðurgreiða rekstur Gym heilsu í sundlaugum Kópavogs. Slíkt er að sjálfsögðu alrangt. Hann fullyrðir einnig að Gym heilsa ætli sér að hækka verð á kortum verulega  og að verðmunur á  korti Gym heilsu og World class verði einungis um 1000kr á mánuði.  Þetta er að sjálfsögðu  ekki rétt og afar alvarlegt mál ef Björn sé að breiða út slík ósannindi til Kópavogsbúa og viðskiptavina Gym heilsu.

Gym heilsa hefur verið rekið á sömu kennitölu frá stofnun fyrirtækisins árið 1997. Fyrirtækið er 100% í eigu íslenskra aðila. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að gefa öllum þeim sem vilja stunda líkamsrækt og sund við bestu mögulegu aðstæður tækifæri á því óháð efnahag. Þetta fyrirkomulag hefur verið afar farsælt fyrir alla aðila.

Nú er í gangi útboð varðandi rekstur beggja heilsuræktanna í sundlaugum Kópavogs. Kópavogsbær hefur 6 vikur frá opnun útboðsgagna til að tilkynna um niðurstöðurnar (það verður eigi síðar en í maí byrjun).  Gym heilsa vonar sannarlega að niðurstaðan verði neytendum í hag og þeir muni áfram hafa fjölbreytta valmöguleika varðandi líkamsrækt og heilbrigða samkeppni á markaðnum. Gym heilsa býður verð á árskortum sem enginn annar á markaðnum býður og því er ljóst að ef fyrirtækið verður ekki áfram með rekstur í sundlaugum bæjarins þá þýðir það tugþúsunda hækkun á kortum fyrir neytendur.

Kveðja,  f.h. Gym heilsu:

Kjartan Már Hallkelsson og Guðrún Benediktsdóttir eigendur Gym heilsu

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

audunn
Sjálfstaedismennibaejarstjorn
Eysteinn
Gunnar Birgisson
Karen E. Halldórsdóttir.
Screenshot-2022-09-28-at-23.26.45
Halsatorg_eftir
201Smari
lista-ogmenningarrad_2022_1_1-copy