Yfirlýsing frá Þorsteini Hjaltested

Þorsteinn Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, vill, vegna umfjöllunar um málefni hans í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins, taka fram að réttindi hans, og áður föður hans,  til jarðarinnar Vatnsenda hafa margsinnis verið staðfest með dómum Hæstaréttar. Réttindi Þorsteins byggja á fyrirmælum erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá árinu 1938. Í þeim réttindum felst m.a. að Þorsteinn einn hefur rétt til umráða jarðarinnar Vatnsenda og til hagnýtingar hennar. Sérstaklega er í erfðaskránni mælt fyrir um einkarétt hans til að leigja út lóðir úr óræktuðu landi jarðarinnar undir hús, leikvelli eða annað. Þegar tjón vegna eignarnáms er metið verður horft til þess að dánarbú Sigurðar afa hans hefur hvorki rétt til hagnýtingar jarðarinnar né rétt til þess að hirða af henni nokkurn arð. Með síðasta eignarnámi Kópavogsbæjar var Þorsteinn sviptur umráðum stærstum hluta jarðarinnar og þeirra heimilda sem hann hafði til hagnýtingar landsins, þar með talið einkarétti hans sem erfingja samkvæmt erfðaskránni til sölu lóða á leigu undir hús eða annað. Þorsteinn er stærsti tjónþoli eignarnámsgerðarinnar og sækir rétt sinn á grundvelli erfðaskrárinnar.

Virðingarfyllst: fh. Þorsteins Hjaltested, bónda á Vatnsenda
Sigurbjörn Þorbergsson hrl.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar