Yfirlýsing frá Þorsteini Hjaltested

Þorsteinn Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, vill, vegna umfjöllunar um málefni hans í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins, taka fram að réttindi hans, og áður föður hans,  til jarðarinnar Vatnsenda hafa margsinnis verið staðfest með dómum Hæstaréttar. Réttindi Þorsteins byggja á fyrirmælum erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá árinu 1938. Í þeim réttindum felst m.a. að Þorsteinn einn hefur rétt til umráða jarðarinnar Vatnsenda og til hagnýtingar hennar. Sérstaklega er í erfðaskránni mælt fyrir um einkarétt hans til að leigja út lóðir úr óræktuðu landi jarðarinnar undir hús, leikvelli eða annað. Þegar tjón vegna eignarnáms er metið verður horft til þess að dánarbú Sigurðar afa hans hefur hvorki rétt til hagnýtingar jarðarinnar né rétt til þess að hirða af henni nokkurn arð. Með síðasta eignarnámi Kópavogsbæjar var Þorsteinn sviptur umráðum stærstum hluta jarðarinnar og þeirra heimilda sem hann hafði til hagnýtingar landsins, þar með talið einkarétti hans sem erfingja samkvæmt erfðaskránni til sölu lóða á leigu undir hús eða annað. Þorsteinn er stærsti tjónþoli eignarnámsgerðarinnar og sækir rétt sinn á grundvelli erfðaskrárinnar.

Virðingarfyllst: fh. Þorsteins Hjaltested, bónda á Vatnsenda
Sigurbjörn Þorbergsson hrl.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,