Yfirlýsing frá Þorsteini Hjaltested

Þorsteinn Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, vill, vegna umfjöllunar um málefni hans í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins, taka fram að réttindi hans, og áður föður hans,  til jarðarinnar Vatnsenda hafa margsinnis verið staðfest með dómum Hæstaréttar. Réttindi Þorsteins byggja á fyrirmælum erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá árinu 1938. Í þeim réttindum felst m.a. að Þorsteinn einn hefur rétt til umráða jarðarinnar Vatnsenda og til hagnýtingar hennar. Sérstaklega er í erfðaskránni mælt fyrir um einkarétt hans til að leigja út lóðir úr óræktuðu landi jarðarinnar undir hús, leikvelli eða annað. Þegar tjón vegna eignarnáms er metið verður horft til þess að dánarbú Sigurðar afa hans hefur hvorki rétt til hagnýtingar jarðarinnar né rétt til þess að hirða af henni nokkurn arð. Með síðasta eignarnámi Kópavogsbæjar var Þorsteinn sviptur umráðum stærstum hluta jarðarinnar og þeirra heimilda sem hann hafði til hagnýtingar landsins, þar með talið einkarétti hans sem erfingja samkvæmt erfðaskránni til sölu lóða á leigu undir hús eða annað. Þorsteinn er stærsti tjónþoli eignarnámsgerðarinnar og sækir rétt sinn á grundvelli erfðaskrárinnar.

Virðingarfyllst: fh. Þorsteins Hjaltested, bónda á Vatnsenda
Sigurbjörn Þorbergsson hrl.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

20361_254978406630_7871862_n
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
WP_20140406_13_13_53_Pro
20141004_112617
þríþraut
Bensínstöð2 Hamraborg
image-1
v2ArnthorFlatey
Vináttuganga í Kópavogi