Yfirlýsing frá Þorsteini Hjaltested

Þorsteinn Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, vill, vegna umfjöllunar um málefni hans í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins, taka fram að réttindi hans, og áður föður hans,  til jarðarinnar Vatnsenda hafa margsinnis verið staðfest með dómum Hæstaréttar. Réttindi Þorsteins byggja á fyrirmælum erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá árinu 1938. Í þeim réttindum felst m.a. að Þorsteinn einn hefur rétt til umráða jarðarinnar Vatnsenda og til hagnýtingar hennar. Sérstaklega er í erfðaskránni mælt fyrir um einkarétt hans til að leigja út lóðir úr óræktuðu landi jarðarinnar undir hús, leikvelli eða annað. Þegar tjón vegna eignarnáms er metið verður horft til þess að dánarbú Sigurðar afa hans hefur hvorki rétt til hagnýtingar jarðarinnar né rétt til þess að hirða af henni nokkurn arð. Með síðasta eignarnámi Kópavogsbæjar var Þorsteinn sviptur umráðum stærstum hluta jarðarinnar og þeirra heimilda sem hann hafði til hagnýtingar landsins, þar með talið einkarétti hans sem erfingja samkvæmt erfðaskránni til sölu lóða á leigu undir hús eða annað. Þorsteinn er stærsti tjónþoli eignarnámsgerðarinnar og sækir rétt sinn á grundvelli erfðaskrárinnar.

Virðingarfyllst: fh. Þorsteins Hjaltested, bónda á Vatnsenda
Sigurbjörn Þorbergsson hrl.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér