Líkamsrækt sem skilar árangri

KYNNING:
Nú þegar febrúar er liðinn og meistaramánuður á lokasprettinum þá fara margir að undirbúa sig fyrir sumarið. Þá er gott að hafa góða rútínu eða æfingaplan til staðar svo þjálfunin verði markviss og árangur náist. Tilvalið er að nota tímann sem gefst núna, fram til vors, að undirbúa sig fyrir hjóla- eða hlaupaæfingar úti í náttúrunni með því að skella sér á brettið eða kíkja í hjólatíma hjá Reebok Fitness. Í boði eru margvíslegir opnir tímar sem ættu að henta öllum.

Katrín Björk Eyvindsdóttir, verkefna og fagstjóri Reebok FITNESS.

Boðið er upp á einkaþjálfun í Reebok Fitness. Að auki eru þar margir einkaþjálfarar með fjölda fólks í fjarþjálfun.  Frábær aðstaða er í stöðvum Reebok Fitness sem ætti að henta byrjendum jafnt sem afreksíþróttafólki. 

Bjarni Viggósson, stöðvarstjóri Reebok FITNESS.

Tímarnir hjá Reebok Fitness eru mjög vinsælir. Þar má nefna 60+ tímana auk spinningtíma. Body Pump nýtur líka vinsælda sem er frábær tími fyrir alla sem vilja lyfta lóðum í hópi fólks. Ef þú vilt svo meira fjör er Zumba tíminn til að kíkja í og dansa við frábæra tónlist. Úrval námskeiða sem eru í boði í stöðinni í Kópavogslaug eru fjölbreytt og þar hefur KarlaYoga verið vinsælt auk átaksnámskeiða. Tækjasalurinn er alltaf mjög vinsæll hjá viðskiptavinum Reebok Fitness enda er hann vel tækjum búin til æfinga af öllu tagi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar